Miðvikudagur 20. maí 2009 15:37

Ávarp Sveins Áka formanns ÍF á Sambandsþingi 2009

Heiðursfélagi ÍF, Sigurður Magnússon,
virðulegu gestir og félagar.

Hér fer fram í dag 14. sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra.

Enn höldum við sambandsþing okkar hér á Radisson SAS, Hótel Sögu og vil ég þakka stjórnendum hótelsins fyrir að styðja við bakið á okkur og færi ég þeim bestu þakkir fyrir þeirra trygglyndi og áhuga á okkar starfi. Ástæða þess að við erum með þingið okkar í Reykjavík að þessu sinni er, fyrir utan að geta verið á þessu glæsilega hóteli, er að á morgun fagnar ÍF 30 ára afmæli og er ætlunin að gera sér dagamun af því tilefni, og munum við halda upp á afmælisdaginn í Krika, sumarhúsi Sjálfsbjargar við Vatnsenda við Elliðavatn. Eru allir þingfulltrúar boðnir velkomnir að vera með okkur og hefst samkoman kl 14:00.

Síðast þegar við komum hér saman til þingstarfa vorum við full bjartsýni og litum björtum augum til framtíðarinnar, enda spennandi verkefni fram undan. Og öll þau verkefni gengu eftir og tók hver stórviðburðurinn við af öðrum.
Ekki ætla ég að nefna öll þessi verkefni hér, þau eru tíunduð í ársskýrslunni en mig langar þó að minnast á þrjá stórviðburði sem stóðu upp úr að mínu áliti.
Þetta voru Norræna barna- og unglingamótið sem haldið var hér á landi s.l. sumar og heppnaðist einstaklega vel, svo vel, að þeir sem stjórnuðu mótinu voru svo vel tengdir og fengu veðurguðina í lið með sér svo hressilega að þá daga sem mótið var, var veður best í Reykjavík í allri Evrópu og t.d höfðu erlendu gestirnir að orði að þeir hefðu aldrei trúað því að hægt væri að spila borðtennis utanhúss, á miðnætti!

Nánar...

Til baka