Miðvikudagur 8. júlí 2009 13:49

Heimsleikar þroskaheftra – Global Games – Tékklandi

www.globalgames09.com

Eins og áður hefur komið fram eru Heimsleikar Þroskaheftra eða Global Games keppni sterkustu íþróttamanna úr röðum þroskaheftra. Þroskaheftir hafa ekki fengið tækifæri til að vera með á ólympíumótum fatlaðra frá árinu 2000 og hér er um að ræða sambærilega keppni og áður fór fram fyrir þennan hóp keppenda á ólympíumóti fatlaðra. Stefnt er að því að þroskaheftir taki aftur þátt ólympíumóti fatlaðra árið 2012 þegar leikarnir verða í London. Mikilvægt er að fjölmiðlaumfjöllun taki mið af því að hér er um sambærilegt mót að ræða fyrir sterkusta íþróttafólk úr röðum þroskaheftra og ólympíumót fatlaðra er fyrir aðra fötlunarhópa.

Í dag miðvikudag 8 júlí keppa þeir í 100m skriðsundi og 50m baksundi

Nánar (úrslit frá fyrsta keppnidegi Íslendinga sem var þriðjudagur 7. júlí)

Til baka