Sunnudagur 18. október 2009 22:34

Hjörtur bćtti Íslandmetiđ enn á ný

Fyrsta keppnisdeginum á Evrópumeistaramóti fatlađra í sundi er nú lokiđ og bar ţađ helst til tíđinda af íslensku keppendunum ađ Hjörtur Már Ingvarsson sundmađur hjá ÍFR tvíbćtti sitt eigiđ Íslandsmet í dag.

Hjörtur átti fyrir daginn í dag Íslandsmetiđ í 50m. skriđsundi karla í flokki S5 en metiđ setti hann í mars í Ásvallalaug og var ţađ 54,23 sek. Í undanrásum í morgun synti Hjörtur Már á 50,36 sek. og bćtti ţar metiđ sitt um tćpar 4 sekúndur. Í úrslitum í kvöld hafnađi Hjörtur í 8. sćti en bćtti engu ađ síđur Íslandsmetiđ á nýjan leik er hann synti á tímanum 50,09 sek. Magnađur árangur hjá ţessum 14 ára gamla sundmanni sem er ađ keppa á sínu fyrsta alţjóđlega stórmóti.

Sonja Sigurđardóttir hafnađi svo í 8. sćti í 50m. skriđsundi kvenna. Hún var síđust inn í úrslit eftir undanrásir í dag á tímanum á 57,22 sek. en hún synti svo á tímanum 58,62 sek. í úrslitum.

Alls voru ţađ sex heimsmet og átta Evrópumet sem féllu á ţessum fyrsta keppnisdegi í dag og ljóst ađ allir helstu og bestu sundmenn álfunnar úr röđum fatlađra eru komnir í Laugardalinn til ţess ađ láta vel ađ sér kveđa.

Úrslit og ráslista má finna á www.ifsport.is/ec2009

Sjá dagskrá mótsins hér

Myndir/ Sölvi Logason: Brosmildi baráttujaxlinn frá Ţorlákshöfn, Hjörtur Már Ingvarsson, er hér á efri myndinni en á ţeirri neđri er Reykjavíkurmćrin Sonja Sigurđardóttir. Ţess má geta ađ bćđi Hjörtur og Sonja synda fyrir Íţróttafélag fatlađra í Reykjavík, ÍFR.

Til baka