Vetraríþróttanámskeið fyrir fatlaða hafa verið haldin í Híðarfjalli í samstarfi Íþróttasambands Fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands frá árinu 2000. Samstarf hófst árið 2000 við Challenge Aspen í Colorado og árið 2006 við NSCD, Winter Park, Colorado. Leiðbeinendur hafa komið til Íslands og Íslendingar hafa notið leiðsagnar og ráðgjafar í Colorado. ÍF hefur notið mikilvægrar aðstoðar starfsfsfólks á Grensásdeild við að hvetja fólk til að kynna sér möguleika á útivistartilboðum fatlaðra. Arna Sigríður Albertsdóttir og Kristín Sigurðardóttir sem höfðu verið í endurhæfingu á Grensásdeild mættu á námskeið ÍF og VMÍ í febrúar 2009 þar sem leiðbeinandi var m.a. Beth Fox frá Winter Park. Þær sýndu strax mikinn áhuga á að læra að nota sleðana og eru nú staddar á námskeiði í Winter Park. Þær eru með bloggsíðu www.kristinogarna.bloggar.is
Myndir frá námskeiði ÍF, VMÍ og Winter Park í Hlíðarfjalli í febrúar 2009 eru á www.123.is/if
Eftirfarandi frétt um ferð Örnu Sigríðar og
Kristínar til Bandaríkjanna er á mbl.is