Þriðjudagur 15. desember 2009 11:44

Jóhann á ferð og flugi

Fatlaðir íslenskir íþróttamenn hafa verið á ferð og flugi þetta árið eins og mörg undangengin ár. Þó svo að komið hafi verið upp frábærri íþróttaaðstöðu hér innanlands og okkar fólk taki þátt í fjölda móta á innlendum vettvangi er ávallt nauðsyn að fremsta afreksfólk úr röðum fatlaðra taki þátt í mótum erlendis. Snýst þátttaka þeirra í þessum erlendu mótum um að ná tilskyldum lágmörkum og/eða styrkleikastigum sem nauðsynleg eru til þátttöku í hinum ýmsu mótum sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir s.s. Evrópu- eða Heimsmeistaramótum.

Sá sem mest hefur verið á ferðinni þetta árið er borðtenniskappinn Jóhann R. Kristjánsson úr Nes, Reykjanesbæ sem alls tók þátt í átta mótum á erlendis.  Þar með talið er Evrópumeistaramót fatlaðra í borðtennis sem fram fór í Genoa á Ítalíu sem fram fór í júnímánuði síðast liðnum og áður hefur verið fjallað um.

Nánar

Til baka