Erna Friðriksdóttir, tuttugu og tveggja ára stúlka úr
Fellabæ er Austfirðingur ársins 2009 að dómi hlustenda Útvarps Norður- og
Austurlands. Erna stefnir á að verða fyrst Íslendinga til að taka þátt í
alpagreinum á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem verður haldið í Vancouver í Kanada
dagana 12. til 22. mars næstkomandi. Erna hlaut yfirburðarkosningu og fékk vel
yfir 100 atkvæði.
[tekið af ruv.is]