Mánudagur 3. maí 2010 15:04

Fjórtán sundmenn á leið til Þýskalands

Fjórtán sundmenn hafa verið valdir til þess að taka þátt í opna þýska meistaramótinu fyrir Íslands hönd. Mótið er liður í undirbúningi Ísland fyrir Heimsmeistaramótið í 50m. laug sem fram fer í Hollandi um miðjan ágúst á þessu ári. Þetta er síðasta mótið þar sem íslenskir sundmenn fá möguleika á því að ná lágmörkum fyrir HM.

Íslenska hópinn skipa:

Pálmi Guðlaugsson, Firði/Fjölni
Ragnar Magnússon, Firði/SH
Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Firði
Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Firði
Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölni
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR
Bjarndís Sara Breiðfjörð, ÍFR
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR
Anna Kristín Jensdóttir, ÍFR
Hjörtur Már Ingvarsson, ÍFR
Eyþór Þrastarson, ÍFR/KR
Guðmundur Hermannsson, ÍFR/KR
Vilhelm Hafþórsson, Óðni
Adrian Erwin, Ösp/Fjölnir

Á heimasíðu ÍF má finna upplýsingar um þau verkefni sem framundan eru hjá sundlandsliði ÍF s.s. æfingabúðir, landsliðslágmörk og lágmörk vegna hinna ýmsu móta.

Ljósmynd/ Frá EM 2009: Guðmundur Hermannsson er á meðal þeirra sundmanna sem skipa íslenska hópinn. Hann stórbætti sig í nokkrum greinum á EM í október 2009.

Til baka