Mánudagur 16. ágúst 2010 11:55

Anna Kristín međ Íslandsmet

Eini íslenski keppandinn sem stakk sér til sunds á HM fatlađra í morgun var Anna Kristín Jensdóttir en hún tók ţátt í 100 m bringusundi SB5 (flokki hreyfihamlađra). Anna Kristín hafnađi í 9. sćti á nýju Íslandsmeti, tímanum 2:22.60 mín og var örfáum sekúndubrotum frá ţví ađ tryggja sér sćti í úrslitum.

Á morgun keppa ţau Eyţór Ţrastarson í 100 m skriđsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurđardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlađra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m baksundi í flokki S14 (flokki ţroskahamlađra).

Sund fatlađra:
Í sundi fatlađra, líkt og í sundi ófatlađra, er keppt í fimm sundgreinum auk bođsunds í mismunandi  vegalengdum.  Ţá er í flestum flokkum í ; skriđsundi keppt í 50, 100, 200 og 400 m, í bringusundi í 50, 100 og 200 m, í baksundi 50, 100 og 200 m, í flugsundi 50, 100 og 200 m flugsundi, í fjórsundi í 150 og 200 mauk 4 x 50, 4 x 100, 4 x 200 og 4 x 400 m bođsunds í skriđsundi og fjórsundi.

Í sundi fatlađra er keppnisreglum FINA (Alţjóđasundsambandsins) fylgt ađ mestu međ ţeim undantekningum ađ t.a.m. er leyft ađ banka í höfuđ blinds sundmanns er hann nálgast bakkann, einhentur mađur getur aldrei sett báđar hendur í bakkann og í flokkum ţeirra er mest eru fatlađir er leyfilegt ađ “starta” ofan í lauginni.

Ljósmynd/ Anna Kristín lengst til vinstri ásamt félögum úr íslenska hópnum.

Til baka