Erna Friđriksdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í dag útnefnd Íţróttakona og Íţróttamađur Íţróttasambands fatlađra áriđ 2010 viđ hátíđlega athöfn á Radisson SAS Hóteli Sögu. Jón Margeir er 18 ára sundmađur úr Ösp/Fjölni en Erna er 23 ára gömul skíđakona frá skíđafélaginu í Stafdal.
Jón Margeir hefur fariđ mikinn á árinu 2010 og sett alls 19 Íslandsmet í 11 greinum, 16 met í 25m. laug og 3 met í 50m. laug. Erna gat ţví miđur ekki veriđ viđstödd viđburđinn ţar sem hún er nú viđ ćfingar í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum. Hún varđ fyrr á ţessu ári fyrsta íslenska konan til ţess ađ öđlast ţátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlađra. Ţađ var fađir hennar Friđrik Guđmundsson sem tók viđ verđlaununum í dag fyrir hönd Ernu.
Jón Margeir syndir fyrir Ösp/Fjölni, Ösp á mótum fatlađra en Fjölni á mótum ófatlađra. Ţjálfari Jóns hjá Fjölni er Vadim Forafonov en ţjálfari Ernu er Scott Olson.
Sjá nánar árangur Ernu.
Sjá nánar árangur Jóns Margeirs.
Íţróttasamband fatlađra óskar Jóni og Ernu innilega til hamingju međ útnefninguna.
Ljósmynd/ Jón Margeir Íţróttamađur ársins úr röđum fatlađra t.h. en t.v. á myndinni er Friđrik Guđmundsson fađir Ernu. Á neđri myndinni er svo Erna Friđriksdóttir.