Þriðjudagur 6. mars 2012 16:03

Vel heppnað dómaranámskeið í Laugardal

Um síðastliðna helgi fór fram dómaranámskeið í sundi samhliða vormóti Fjölnis í Laugardalslaug. Björn Valdimarsson sundnefndarmaður hjá ÍF fer hér að neðan yfir það hvernig dómaranámskeiðin ganga fyrir sig.

Sunddeildir á landinu óska eftir námskeiðum fyrir verðandi Sunddómara og kemur það inn á borð hjá Dómara-, móta- og tækninefnd SSÍ. Þar með hefst ferli þar sem námskeiðin eru auglýst og öllum gefinn kostur á að sækja þau. Einn til tveir yfirdómarar undirbúa námskeiðin og velja dagsetningar fyrir bóklega hluta námsins og finna heppilegt mót fyrir verklega hlutann.  

Námskeiðið samanstendur af Bóklegum hluta sem er fjögurra tíma námskeið þar sem farið er yfir Sundreglur FINA og hlutverk sunddómara á sundmótum ásamt því að sýnd er mynd um sundaðferðirnar og sýndar bæði réttar aðferðir og ógildar aðferðir.  

Verklegi hlutin fer síðan fram á sundmóti þar sem boðið er uppá allar sundaðferðir. Verklegi hlutinn eru tveir hlutar á sundmóti. Að þeim loknum fær viðkomandi heitið dómaranemi og fær afhent starfsmannaskírteini og dómarabol. Eftir að hafa safnað tilteknum punktum á sundmótum á tilteknum tíma færist neminn í starfsheitð almennur dómari.  Til þess að viðhalda réttindum þarf viðkomandi að dæma á mótum reglulega.  

Mynd/ Yfirdómarar, dómarar og dómaranemar í Laugardalslaug

Til baka