Föstudagur 9. mars 2012 19:54

Fyrsta Special Olympics ráðstefna á Íslandi

Knattspyrnukapparnir Jakob og Sæþór ásamt velferðarráðherra Hr. Guðbjarti Hannessyni. Fyrsta Special Olympics ráðstefnan á Íslandi var haldin laugardaginn 25. febrúar 2012 á Hótel Sögu. Raddir hagsmunahópa hljómuðu og ítrekað kom fram að þátttaka í íþróttastarfi þar sem einstaklingur nýtur hæfileika sinna og þarf að takast á við margvíslegar áskoranir getur haft jákvæð áhrif og aukið lífsgæði. Ráðstefnustjórar úr hópi iðkenda stýrðu dagskrá af röggsemi en það voru þau Inga Hanna Jóhannesdóttir, Jón Þórarinsson og Ólafur Þormar. Meginþema ráðstefnunnar voru reynslusögur keppenda, þjálfara og aðstandenda sem verið hafa á alþjóðaleikum Special Olympics. Nýr skemmtikraftur kom fram á sjónarsviðið, eftirherman, Sigurður Valur Valsson. Fyrsti dagskrárliður var ávarp Velferðarráðherra, hr. Guðbjarts Hannessonar og að lokinni ráðstefnu var síðdegisboð á Bessastöðum í boði Forseta Íslands Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Sjá nánar samantekt frá ráðstefnunni.

Nánar

Mynd/Knattspyrnukapparnir Jakob og Sæþór ásamt velferðarráðherra Hr. Guðbjarti Hannessyni.

Til baka