Þriðjudagur 26. júní 2012 06:35

Þriðji keppnisdagur á EM - Hulda byrjar í kúluvarpi

Í dag er þriðj keppnisdagur á EM fatlaðra í Hollandi og Hulda Sigurjónsdóttir opnar daginn fyrir Íslands hönd þegar hún keppir í kúluvarpi í flokki F20, flokki þroskahamlaðra. Alls 12 keppendur eru skráðir til leiks í kúluvarpinu hjá Huldu svo um hörkukeppni verður að ræða þar sem heims- og Evrópumethafinn Ewa Durska frá Póllandi er mætt til keppni en heimsmet hennar eru heilir 14,33 metrar. Hulda setti nýtt Íslandsmet á dögunum sem eru 9,00 metrar en hún mætir einbeitt til keppni í dag og mun gera harða atlögu að Íslandsmetinu.

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir er næst á völlinn á eftir Huldu en Matthildur keppir þá í undanrásum í 200m hlaupi. Ef Matthildur kemst í úrslit í 200m hlaupinu þá fara þau fram kl. 16:00 í dag og tæpum klukkutíma eftir úrslitin eða kl. 16:55 er Matthildur einnig skráð til leiks í langstökki en hún á Íslandsmetið í greininni í flokki F37 þar sem hún stökk 4,28m á Íslandsmóti ÍF í júníbyrjun.

Hér má fylgjast með úrslitum mótsins í beinni á netinu

Mynd/ Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra, keppir nú á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti hjá IPC.

Til baka