Þriðjudagur 19. febrúar 2013 13:54

Námskeiðið í Hliðarfjalli 15. - 17. febrúar

Námskeiðið sem haldið var í Hlíðarfjalli um helgina gekk mjög vel. Markhópurinn,  börn og unglingar með þroskahömlun og röskun á einhverfurófi var ólíkur og sumir höfðu aldrei farið á skíði áður.  

Aðalleiðbeinandinn, Beth Fox frá NSCD býr yfir mikilli reynslu og íslenskir leiðbeinendur hafa undanfarin ár aflað sér fræðslu og þekkingar sem nýttist vel á þessu krefjandi  námskeiði. Unnið var með hvern og einn  þátttakanda út frá eigin forsendum og markmið voru mismunandi, allt frá því að fara í fyrsta sinn í skíðabúnað til þess að skíða sjálfstætt og fara án hjálpar í lyftu. Þeir sem voru á námskeiðinu voru sammála um að þetta hefði verið mjög árangursríkt námskeið og að  margir litlir sigrar hefðu unnist.  Allir leiðbeinendur leggja fram vinnu sína í sjálfboðavinnu og Íþróttasamband fatlaðra og Vetraríþróttamstöð Íslands hefðu ekki getað staðið að þessum námskeiðum án þeirra ómetanlega framlags í gegnum árin.  Það er mikilvægt að fá fleiri liðsmenn í þennan hóp og unnið er að því á hverju ári.
 
Mánudaginn 18. febrúar var haldinn fyrirlestur í Reykjavík þar sem starfsemi NSCD var kynnt auk þess sem Beth Fox heimsótti umsjónarfélag einhverfra sem hefur sýnt mikinn áhuga á að kynna námskeiðin fyrir sínum félagsmönnum. Næsta námskeið er  8. - 10. mars og námskeiðið er nú þegar fullbókað og kominn biðlisti.

Mynd 1 Leiðbeinendur á námskeiðinu
Mynd 2  Svanur Ingvarsson í vetraríþróttanefnd ÍF fékk sérstaka gjöf í tilefni 50 ára afmælis nýlega


Til baka