Föstudagur 16. janúar 2009 14:19

Lífshlaupið: Skráning hefst 20. janúar

Íþróttasamband fatlaðra hvetur aðildarfélög ÍF og fólk sem starfar að málefnum fatlaðra til að kynna sér verkefnið "Lífshlaupið" sem er hvatningar og átaksverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Jafnt einstaklingar sem hópar geta tekið þátt og viðurkenning er veitt fyrir góðan árangur. Hægt er að skipuleggja hvetjandi samkeppni á milli einstaklinga eða hópa sem getur verið skemmtileg og jafnframt árangursrík leið til aukinnar hreyfingar.

Stöndum saman að því að hvetja fatlað fólk til þátttöku í Lífshlaupinu 2009

Hjálagt eru upplýsingar um Lífshlaupið sem finna má á vef Íþrótta og ólympíusambands
Íslands: http://www.olympic.is/?nwr_more4688=1752&iw_language=is_IS

Til baka