Mánudagur 8. júní 2009 13:49

Jóhann kominn áfram í sitjandi flokki

Ţađ hefur gengiđ upp og ofan hjá ţeim félögum Jóhanni og Tómasi á Evrópumeistaramóti fatlađra í borđtennis sem nú fer fram í Genova á Ítalíu. Jóhann Rúnar er kominn áfram í sitjandi flokki en Tómas er fallinn úr leik. Báđir duttu ţeir snemma úr leik í opnum flokki en Jóhann heldur áfram á morgun.

Jóhann keppir í fötlunarflokki C2, en hann er lamađur fyrir neđan brjóst. Tómas keppir í flokki C6. Flokkum hreyfihamlađra í borđtennis er skipt í 10 flokka ţar sem C1 - C5 er sitjandi flokkur og flokkur C1 er flokkur mest fatlađra. Flokkar C6 - C10 eru standandi flokkar ţar sem C6 eru mest fatlađir.

Á föstudag mćtti Tómas keppanda í opnum flokki en Tómas náđi sér ekki á strik og mátti sćtta sig viđ ósigur gegn Slóvakanaum sem er keppandi í klassa 10. Helgi Ţór ţjálfari í ferđinni sagđi ađ á betri degi ćtti Tómas vel ađ geta strítt Slóvakanum en ţađ hafđist ekki ţennan föstudaginn.

Jóhann Rúnar mćtti spilara frá Ísrael sem er í klassa 3 og mátti líka ţola ósigur en ţađ var ekki fyrr en í oddalotunni og fór hún 8-11. "Ţetta var hörkuleikur en viđ lögđum ekki í ađ spila forhöndina á ţessum spilara," sagđi Helgi en á laugardag fór fram setningarathöfn leikanna ţar sem piltarnir fengu smá frí.

Á laugardeginum varđ ţađ ljóst ađ Jóhann Rúnar vćri í flokki međ Ólympíumeistaranum frá Frakklandi og sterkum spilara frá Slóvakíu. Til ţess ađ komast áfram varđ Jóhann ađ vinna einn leik í riđlinum.

Tómas lenti í riđli međ Spánverja, Rúmena og Ţjóđverja og hafđi hann áđur mćtt öllum nema Ţjóđverjanum svo ţar renndu Íslendingar nokkuđ blint í sjóin.

Á sunnudag mćtti Tómas svo keppendunum frá Rúmeníu og Ţýsklandi og tapađi báđum leikjunum 3-0. Hann mćtti Spánverjanum í dag en von er á úrslitum úr ţeirri viđureign.

Í gćr mćtti Jóhann Rúnar Ólympíumótsmeistaranum frá Frakklandi og beiđ hann 3-0 ósigur. Í dag mćtti Jóhann svo slóvenska spilaranum og hafđi betur og er ţví kominn áfram og upp úr riđlinum sínum.

Nánari tíđanda af Evrópumeistaramótinu í borđtennis er ađ vćnta síđar í dag eđa á morgun.

Til baka