Miđvikudagur 10. júní 2009 14:37

Góđur félagi fallinn frá

Leifur Karlsson góđur félagi og ómetanlegur liđsmađur ÍF lést sunnudaginn 6. maí sl. í Danmörku. Hann var til margra ára einn af máttarstólpum bogfimiíţróttarinnar hér á landi og til ađ vinna ađ framgangi íţróttarinnar sat Leifur m.a. í bogfiminefnd ÍF og bogfiminefnd ÍSÍ.  Alltaf var hann tilbúinn ađ leggja vinnu í undirbúning og skipulag Íslandsmóta ÍF í bogfimi ţar sem hann var einnig ţátttakandi.  Ţá vann hann sem keppandi til fjölda verđlauna á innlendum vettvangi auk ţess ađ keppa og vinna til verđlauna á Norđurlandamótum fatlađra í bogfimi.

Leifur var sérlega áhugasamur og fróđur um ţađ sem viđkom bogfimiíţróttinni. Ásamt félögum sínum í bogfiminefnd ÍFR byggđi hann upp spennandi samstarfsverkefni á milli Íslands og Ţýskalands og mikil vinátta hafđi skapast á milli ţeirra sem ţátt tóku í ţessu verkefni.

Leifur Karlsson var ţó fyrst og fremst mađur sem  gaf mikiđ af sér og hafđi góđa nćrveru. Alltaf gaf hann sér tíma til ađ kíkja viđ á skrifstofu ÍF, fá sér kaffisopa og rćđa málin. Hans var saknađ á skrifstofunni eftir ađ hann flutti til Danmerkur en tengslin héldust alltaf og ţegar hann kom til Íslands var alltaf tími til ađ kíkja viđ.

Ţakkir og söknuđur eru efst í huga ţegar góđur félagi, liđsmađur og vinur er horfinn á braut.

Íţróttasamband Fatlađra sendir fjölskyldu hans samúđarkveđjur

Til baka