Mánudagur 29. júní 2009 20:27

Dýragarđur og framandi íţróttir í Eskilstuna

Viđburđaríkurdagur er nú ađ kveldi kominn og sem fyrr hér á Norrćna barna- og unglingamótinu í Svíţjóđ var einmuna veđurblíđa. Vafalítiđ var ţađ heimsókn í nálćgan dýra- og skemmtigarđ sem stóđ upp úr en ţar gaf ađ líta strúta, krókódíla, flóđhesta, ljón, flamengóa og margt margt fleira.

Ađ vanda hófst dagurinn á ćfingu, María Ólafsdóttir sundţjálfari í ferđinni, stjórnađi ćfingunni af fáheyrđri röggsemi á bakkanum og sundhópurinn tók hressilega á ţví. Á sama tíma var frjálsíţróttahópurinn ekki langt undan í öđrum hluta bćjarins viđ sínar ćfingar en ćfingar ţeirra hefjast jafnan hér í gistiađstöđunni. Ţá taka krakkarnir sér góđan tíma í ađ stútfylla öll ţau ílát sem kló á festir af vatni enda hitinn gríđarlegur.

Eftir ćfingarnar var haldiđ í dýragarđinn góđa og mátti ekki á milli sjá hvort vćri vinsćlla, ískrapiđ sem selt var í garđinum eđa dýrin sjálf. Aparnir höfđu vissulega ađdráttarafl enda annáluđ sjarmatröll en ađ heimsókn lokinni í dýragarđinn tók viđ skemmtilegt kvöld í gistiađstöđunni ţar sem Norđurlöndin öttu kappi í hinum ýmsu ,,íţróttum.“

Í kvöld voru keppnisgreinarnar ţrjár talsins: Ţríhjólaspretthlaup, söngvakeppni í Singstar og blindra borđtennis. Í stuttu máli fór Ísland á kostum, hafđi sigur í tveimur greinum en tapađi einni. Sigur vannst gegn Dönum í ţríhjólaspretthlaupi ţar sem Hjörtur Már Ingvarsson, Breki Arnarsson og Almar Ţór Ţorsteinsson fóru hamförum.

Ţá kom annar sigur gegn Finnum í Singstar en ţar reiđ Ívar Egilsson á vađiđ og drottnađi yfir slagarnaum Working 9 to 5 međ Dolly Parton. Nćst á sviđ var Bjarndís Sara sem söng Tainted Love og ţriđja á sviđ var Kristín Jónsdóttir og söng hún lagđi Walking on sunshine. Ţegar í blindra borđtennisiđ var komiđ steig Brynjar Sigurţórsson fyrstur á stokk en mátti sćtta sig viđ ósigur. Slíkt hiđ sama mátti Sigurjón Sigtryggsson en ţađ var svo Elsa Sigvaldadóttir sem náđi í einn sigur í blindraborđtennisinum en ţađ reyndist ekki nóg og höfđu Norđmenn ţar betur gegn Íslandi.

Fjörugur og fjölbreyttur dagur ađ baki hér í Svíţjóđ en á morgun er fyrirhuguđ heimsókn á mótorhjólakeppni ásamt ćfingum og hugsanlega verđur fariđ í bćjarferđ.

Myndir: Á efri myndinni er Hafnfirđingurinn Brynjar Sigurţórsson ađ keppa í blindraborđtennis en á ţeirri neđri eru ţau Elsa Sigvaldadóttir,  Ívar Egilsson og Sigurjón Sigtryggsson ađ virđa fyrir sér mannblendinn strút í Parken Zoo.

Til baka