Mánudagur 6. júlí 2009 12:03

Heimsleikar ţroskaheftra í Tékklandi

Global Games eđa Heimsleikar ţroskaheftra eru haldnir í Tékklandi dagana 5. - 14. júlí 2009.  Leikarnir eru skipulagđir af alţjóđaíţróttahreyfingu ţroskaheftra ( INAS - FID) og íţróttasambandi fyrir ţroskaheftra í Tékklandi. (CSAMH).   

Afreksfólk úr röđum ţroskaheftra keppir ţar í frjálsum íţróttum, hjólreiđum, körfubolta, knattspyrnu, sundi, borđtennis, tennis og júdó. 

Íţróttasamband fatlađra sendir tvo keppendur á leikanna en ţeir eru sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson íţróttafélaginu Ösp og Ragnar Ingi Magnússon, íţróttafélaginu Firđi, Hafnarfirđi.  Ţjálfarar og fararstjórar eru Ingi Ţór Einarsson og Ingigerđur Stefánsdóttir auk ţess sem Ţórđur Árni Hjaltested, gjaldkeri ÍF og varaformađur INAS-Fid Evrópu verđur viđstaddur leikanna.

Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ ţessum ungu og efnilegu sundmönnum í keppni viđ ţá bestu í heiminum en Ísland hefur í gegnum tíđina átt á ađ skipa sundmönnum í fremstu röđ.  Sundkeppnin fer fram dagana 7. - 10. júlí og mun verđa greint frá árangri ţeirra Jóns Margeirs og Ragnar Inga jafnóđum og ţau berast.

1.460 ţátttakendur frá 40 löndum mćta á leikana sem eru stćrstu leikar ţroskaheftra og hugsađir sem eins lags Ólympíumót ţessa fötlunarflokks ţar sem ţroskaheftir íţróttamenn hafa ekki tekiđ ţátt í Ólympíumótum fatlađra síđan í Sydney áriđ 2000. 

Ţetta er í annađ skipti sem slíkir leikar eru haldnir en áriđ 2004 fóru ţeir fram í Svíţjóđ.  Ţroskaheftir keppendur hafa veriđ útilokađir frá ţátttöku í mótum IPC ( alţjóđaíţróttahreyfingar fatlađra) frá árinu 2000.  Ţessi ákvörđun kom í kjölfar ţess ađ upp komst ađ liđsmađur í körfuboltaliđi Spánverja á Ólympíumótinu í Sydney var ófatlađur.  Mađurinn sem var blađamađur hafđi náđ ađ villa á sér heimildir og í kjölfar ţessa hófst vinna viđ endurskođun flokkunarkerfis sem erfitt hefur reynst ađ finna lausn á.  Ísland hefur veriđ eitt af ţeim löndum sem hvađ harđast hefur barist fyrir ţví ađ máliđ verđi endurskođađ og ţroskaheftir verđa í fyrsta skipti frá árinu 2000 ţátttakendur á móti á vegum IPC en ţađ er Evrópumót í sundi sem fram fer á Íslandi í október 2009.  Ísland neitađi ađ halda ţetta mót nema ţroskaheftir yrđu međ og vonast er til ţess ađ lausn finnist sem gerir ţeim kleift ađ taka ţátt í ólympíumóti fatlađra 2012 í London.

Opnuanarhátíđ leikanna er í dag, 6. júli.
Heimasíđa leikanna er www.globalgames2009.com 

Mynd frá vinstri: Ţórđur Árni Hjaltested gjaldkeri ÍF og varaformađur INAS-Fid Evrópu, Jón Margeir Sverrisson, Sveinn Áki Lúđvíksson formađur ÍF, Ragnar Ingi Magnússon, Ingigerđur M. Stefánsdóttir ţjálfari og Ingi Ţór Einarsson ţjálfari.

Til baka