Laugardagur 24. október 2009 11:07

Hjörtur rústađi gamla metinu sínu á afmćlisdaginn

Ţrekmenniđ Hjörtur Már úr Ţorlákshöfn var fyrstur á blokkina í morgun og venju samkvćmt fór pilturinn á kostum enda á hann 14 ára afmćli í dag. Hjörtur rústađi gamla Íslandsmetinu sínu í 200m. skriđsundi í flokki S5. Hjörtur var skráđur á mótiđ međ tímann 4.20,04 mín. í 200m. skriđsundi en í morgun í undanrásum synti hann sig inn í úrslitin á nýju og glćsilegu Íslandsmeti, 4.01,02 mín. Magnađur árangur hjá ţessum unga kappa úr Ţorlákshöfn sem mun láta ađ sér kveđa í úrslitum í kvöld.

Eyţór Ţrastarson komst međ naumindum inn í úrslit í 100m. skriđsundi í flokki S11 er hann synti á tímanum 1.07,71 mín. í undanrásum. Eyţór var skráđur inn á mótíđ međ tímann 1.06,75 mín. og var ţví snöggtum yfir sínum besta tíma en verđur engu ađ síđur međ í úrslitum í kvöld.

Íslendingar telfdu fram liđi í 4x100m. skriđsundi og komu í mark á tímanum 6.40,54 mín. og komst liđiđ ekki í úrslit. Sveitina skipuđu ţeir Hrafnkell Björnsson, Guđmundur Hermannsson, Pálmi Guđlaugsson og Hjörtur Már Ingvarsson.

Mynd/ Afmćliskappinn Hjörtur Már Ingvarsson á laugarbakkanum í morgun ţar sem hann synti sig niđur eftir undanrásirnar.

Til baka