Fimmtudagur 20. júní 2013 08:51

Olli Reykvíkingur ársins landađi fyrsta laxinum


Ólafur Ólafsson formađur Íţróttafélagsins Aspar er Reykvíkingur ársins og í morgun landađi hann fyrsta laxinum úr Elliđaánum laust eftir klukkan sjö. Ólaf ţekkja vel flestir í íţróttahreyfingu fatlađra sem Olla í Ösp. Íţróttasamband fatlađra óskar Olla innilega til hamingju međ nafnbótina og vitaskuld fyrsta laxinn einnig.

Á vef Morgunblađsins, mbl.is segir:

Reykvíkingur ársins, Ólafur Ólafsson formađur íţróttafélagsins Aspar, landađi fyrsta laxi sumarsins úr Elliđaánum rúmlega sjö í morgun. Ólafur renndi fyrir laxi í Sjávarfossi, međ ađstođ Ásgeirs Heiđars leiđsögumanns,  klukkan 7:03 og einungis tveimur mínútum síđar var vćnn lax á.

Laxinn var veiddur á mađk en Ólafur lenti í nokkrum barningi međ laxinn ţví fiskurinn tók á rás niđur ána og kom á land í hylnum fyrir neđan Sjávarfoss.
Jón Gnarr, borgarstjóri, tilkynnti um valiđ á Ólafi sem Reykvíking ársins viđ opnun Elliđaánna í morgun. Hann sagđi ađ Ólafur hlyti nafnbótina fyrir óeigingjarnt starf í ţágu fatlađra og ţroskahamlađa um langt árabil.

Íţróttafélagiđ Ösp var stofnađ 18. maí, 1980 af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíđarskóla, međ stuđningi frá Íţróttasambandi Fatlađra.
Markmiđ íţróttafélagsins Aspar er ađ standa fyrir íţróttaćfingum hjá félögunum, međ sem fjölbreyttustum hćtti, ţeim til heilsubótar og ánćgju og ţátttöku í íţróttamótum, ţar sem hćfni hvers og eins nýtur sín sem best.

Til baka