Miđvikudagur 7. ágúst 2013 22:09

Aníta verđur liđsstjóri í Montréal


Heimsmeistaramót fatlađra í sundi er á nćstu grösum en íslenski hópurinn heldur áleiđis til Montréal í Kanada fimmtudaginn 8. ágúst nćstkomandi. Í ađdraganda og undirbúningi fyrir mótiđ kom upp óvenjuleg stađa sem ekki varđ haggađ hjá Alţjóđaólympíuhreyfingu fatlađra (IPC) en hún hafđi ţađ í för međ sér ađ Aníta Ósk Hrafnsdóttir fćr ekki ađ synda á heimsmeistaramótinu ţrátt fyrir ađ hafa náđ lágmörkum inn á mótiđ.
 
Íţróttasamband fatlađra fór alla leiđ međ máliđ innan rađa IPC en niđurstöđunni varđ ekki haggađ. Vegna flokkunarmála mun Aníta ekki fá ađ synda en ţroskahamlađir sundmenn ţurfa í tvígang á ferli sínum ađ gangast undir flokkun og stóđ til ađ Aníta fćri í sína síđari flokkun í Kanada. Af tćknilegum ástćđum sem hafa ađ gera međ lágmörk Anítu mun hún ekki keppa á mótinu. Sundmađurinn sjálfur gerđi allt rétt og harmar Íţróttasamband fatlađra ţessa niđurstöđu IPC ţar sem regluverkiđ bitnar jafn harkalega á íţróttamanninum og raun ber vitni.
 
Aníta hefur sýnt magnađa ţrautsegju síđan ţetta mál kom upp og ćft af miklu kappi međ landsliđinu sem heldur út nćsta fimmtudag. Íţróttasamband fatlađra hefur útnefnt Anítu sem liđsstjóra í ferđinni og verđur hún ţví félögum sínum innan handar í ferđinni enda mikilvćgur hluti af ţessum keppnishóp.

Keppnishópur Íslands á HM í Kanada verđur ţví eftirfarandi:

Jón Margeir Sverrisson
Hjörtur Már Ingvarsson
Thelma Björg Björnsdóttir
Kolbrún Alda Stefánsdóttir

Til baka