Siðareglur ÍF

Sjá bækling (pdf 1mb)

Siðareglur þessar eru til leiðsagnar og eiga við um alla fulltrúa og starfsmenn ÍF. Til fulltrúa ÍF og starfsmanna teljast allir meðlimir stjórnar og nefnda, dómarar, þjálfarar, leiðbeinendur og sérhver þau sem starfa á vegum ÍF og bera ábyrgð á fjárhagslegum, tæknilegum, læknisfræðilegum eða stjórnunarlegum málefnfum hjá sambandinu.
Landsliðsfólk undirgengst agareglur landsliðsþjálfara og reglur um keppnisferðir sem byggja á þessum siðareglum.

  1. Stendur vörð um anda og gildi sambandsins.
  2. Ferð ekki í manngreinarálit, heldur kemur fram við aðra sem
    jafningja.
  3. Hefur ávallt lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
  4. Heldur aðildarfélögum sambandsins vel upplýstum og gerir þau
    virk í ákvarðanatökum eins og hægt er.
  5. Ert ávallt til fyrirmyndar í framkomu og hegðun, bæði innan
    sambandsins og utan þess.
  6. Gætir vandvirkni, heiðarleika og samviskusemi í starfi fyrir
    sambandið og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi,
    stað og stund.
  7. Tekur alvarlega þá ábyrgð sem þú hefur gagnvart sambandinu
    og iðkendum aðildarfélaga þess.
  8. Notfærir þér aldrei stöðu þína hjá sambandinu til eigin
    framdráttar.
  9. Misnotar aldrei aðstöðu þína eða ógnar velferð annars aðila,
    svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri
    eða annars konar áreitni.
  10. Stofnar ekki til óviðeigandi sambands við annan aðila innan
    sambandsins.
  11. Sýnir ábyrg rafræn samskipti og netnotkun.
  12. Sýnir ábyrgð og trúmennsku í meðferð fjármuna og eigna
    sambandsins.
  13. Gætir hófs í umgengni við áfengi, tóbak og önnur vímuefni
    og ert öðrum fyrirmynd í þeim efnum.
  14. Gætir þess að eiga gott samstarf við stjórn, starfsmenn og
    nefndafólk sambandsins og stuðlar að eindrægni og samhug
    og gætir virðingar í umtali.
  15. Tekur og beitir gagnrýni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.