[Fréttir 2010] [Fréttir 2009] [Fréttir 2008] [Fréttir 2007] [Fréttir 2006] [Fréttir 2005] [Fréttir 2004] [Fréttir 2003] [Fréttir 2002]
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 22. desember 2009 19:22 |
Gleðileg jól |
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu við Evrópumeisaramót fatlaðra í sundi og gerðu það jafn glæsilegt og raun bar vitni. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 18. desember 2009 15:41 |
Skíðanámskeið í Hlíðarfjalli febrúar 2010 í samstarfi ÍF, VMÍ og Winter Park |
Markhópar á námskeiðinu eru tveir;
Skráningafrestur er til 1. febrúar 2010. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 17. desember 2009 16:00 |
Íþróttamaður og íþróttakona ÍF 2009 |
Umsögn um Sonju Sigurðardóttir Þá var Jónu B. H. Jónsdóttur ÍFR afhendur Guðrúnarbikarinn fyrir störf sín að íþróttamálum fatlaðra. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 15. desember 2009 12:44 |
Jóhann á ferð og flugi |
Sá sem mest hefur verið á ferðinni þetta árið er borðtenniskappinn Jóhann R. Kristjánsson úr Nes, Reykjanesbæ sem alls tók þátt í átta mótum á erlendis. Þar með talið er Evrópumeistaramót fatlaðra í borðtennis sem fram fór í Genoa á Ítalíu sem fram fór í júnímánuði síðast liðnum og áður hefur verið fjallað um. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 8. desember 2009 13:13 |
Opið Jólamót Aspar og Munins í frjálsum-íþróttum |
Opið Jólamót Aspar og Munins í frjálsum-íþróttum verður haldið sunnudaginn 13. desember í Laugardalshöll, Reykjavík. Skráningar berist fyrir 6. desember. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 7. desember 2009 12:22 |
Á skíðum þrátt fyrir mænuskaða |
Myndir frá námskeiði ÍF, VMÍ og Winter Park í Hlíðarfjalli í febrúar 2009 eru á www.123.is/if Eftirfarandi frétt um ferð Örnu Sigríðar og
Kristínar til Bandaríkjanna er á mbl.is |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 30. nóvember 2009 09:38 |
Metaregn í Laugardalnum |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 23. nóvember 2009 15:35 |
Ný stjórn Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra - IPC |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 23. nóvember 2009 00:52 |
Þroskaheftum heimiluð þátttaka í Ólympíumótum fatlaðra |
Í kjölfar svindlmála, sem upp komu á Ólympíumótinu í Sidney árið 2000, setti IPC bann á þátttöku þeirra þar til viðunandi lausn fengist á flokkunarmálum þessa hóps. Undanfarin ár hefur hópur vísindamanna og sérfræðinga í þroskahömlun unnið að þessum málum og kynntu þeir niðurstöður sínar um takmörkun þroskahömlunar á íþróttalega getu á ráðstefnu sem haldinn var í tengslum við aðalfundinn. Samþykkt aðalfundarins opnar dyr þroskaheftra íþróttamanna að Ólympíumótum framtíðarinnar að uppfylltum tveimur skilyrðum. Annars vegar að undangengnu mati um þroskahömlun viðkomandi og hins vegar mati sérfræðinga viðkomandi íþróttagreinar um hæfni viðkomandi íþróttamanns til þátttöku í greininni. Slíkt hæfnismat er byggt upp á prófum sem tengjast “íþróttalegri greind” viðkomandi í þeirri íþróttagrein sem hann stundar og unnt er að framkvæma á staðnum. Enn sem komið er eru próf þau er hér um ræðir ekki fullmótuð en stefnt er að því að þau verði tilbúinn og öllum opin um mitt ár 2010. Ofangreind samþykkt heimilar þorskaheftum íþróttamönnum að keppa í fjórum íþróttagreinum á Ólympíumóti fatlaðra í London árið 2012 þ.e. sundi, frjálsum íþróttum, borðtennis og róðri en stefnt er að þátttöku þeirra í fleiri greinum í Ólympíumótum framtíðarinnar. Upplýsingar um lágmörk í þeim greinum sem þroskaheftir taka þátt í, veða líkt og annarra fötlunarflokka, birt í byrjun árs 2010. Með samþykkt þessari lýkur áralangri baráttu Íslands og annarra landa um lausn þessa máls en það voru fulltrúar Íslands, sem á aðalfundi IPC árið 2007, lögðu fram tillögu sem leiddi til þessarar farsælu lausnar. Tengdri tillögu þessari tók Ísland að sér að standa að framkvæmd Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi þar sem þroskaheftir sundmenn voru, í fyrsta sinn síðan árið 2000, með í móti sem IPC stendur fyrir. Á mótinu voru m.a. þau próf og mælingar sem að ofan greinir notuð og sannreynd og útkoma þeirra og fleiri prófa notuð til að kynna niðurstöður á ráðstefnunni sem tengd var aðalfundinum. Um leið og Íþróttasamband fatlaðra fagnar niðurstöðu þessari vill sambandið koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lagt hafa þessu máli lið sem og fulltrúum ríkisvaldsins fyrir þeirra aðstoð. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 4. nóvember 2009 11:50 |
Íslandsmót Fatlaðra 25m braut |
Laugardagur 28. nóvember Sunnudagur 29. nóvember Skráningum skal skilað ÍF (if@isisport.is) í síðastalagi 24:00 mánudaginn 23. nóv ef skilað er á HyTEK formi annars föstudaginn 21. nóv ef skilað er á EXCEL formi. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 29. október 2009 12:00 |
Mótið fór fram úr björtustu vonum |
Þegar ÍF tók að sér að halda mótið vissum við að við ættum stuðning margra til að gera mótið sem best úr garði. Við fengum vilyrði ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð og okkar góðu samstarfsaðilar létu heldur ekki sitt eftir liggja en það mundi svo mest reyna á starfsmenn ÍF við framkvæmd mótsins. Að mínu áliti fór mótið fram úr björtustu vonum og hjálpaðist allt að, góð þátttaka, framúrskarandi keppendur, mótsstaðurinn og aðstaðan og ekki síst framkvæmdin sjálf. Þar var úrvalsfólk í hverju rúmi og samstarf Íþróttasambands fatlaðra við mótsstjóra og sjálfboðaliða var eins og um eina heild væri að ræða. Þarna blandaðist saman fagfólk og sjálfboðaliðar undir styrkri stjórn Gústafs Adólfs Hjaltasonar og unnu saman eins og þeir væru að halda sitt 10. stórmót. Að viðbættri aðkomu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Sundsambands Íslands og dómara á þeirra vegum, sýndi það sig og sannaði að Íslendingar geta auðveldlega tekið að sér að halda sundmót af öllum stærðargráðum, slík var fagmennskan. Jafnvel lagði Knattspyrnusamband Íslands okkur lið. Ég vil þakka öllum þessum aðilum fyrir þeirra framlag en sérstaklega langar mig að færa stjórnar- og starfsmönnum ÍF þakkir fyrir þeirra fórnfúsa starf sem fór fram úr öllum veruleika. Sveinn Áki Lúðvíksson |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 27. október 2009 14:31 |
Silfur hjá Jóhanni á punktamóti Víkings og Nings |
Jóhann mætti Sigurbirni Sigfússyni í úrslitum þar sem Sigurbjörn hafði betur 3-1. Fyrsta lota fór 11-1 fyrir Sigurbirni en Jóhann náði þó að stríða honum lítið eitt í næstu lotum. Jóhann vann aðra lotu 11-7 en tapaði svo 4-11 og 6-11. Næsta verkefni á dagskrá hjá Jóhanni er opna ítalska meistaramótið í Lignano
á Ítalíu í byrjun nóvembermánaðar. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 24. október 2009 22:24 |
Glæsilegu Evrópumeistaramóti lokið í Laugardal |
Þrír íslenskir sundmenn tóku þátt í úrslitum í kvöld þar sem Hjörtur Már Ingvarsson bætti sig enn frekar í 200m. skriðsundi er hann synti á tímanum 3.50,35 mín og bætti því Íslandsmetið sitt frá því í undanrásum í morgun um rúmar 10 sekúndur. Það þýðir að Hjörtur bætti tímann sinn í dag í 200m. skriðsundi um hálfa mínútu! Hjörtur hefur lagt mikið á sig í undirbúningnum fyrir EM og ljóst að allt erfiðið skilaði sér og gott betur. Pálmi Guðlaugsson keppti í kvöld í 100m. baksundi og náði ekki að skáka Íslandsmeti sínu sem er 1.47,90 mín. því Pálmi synti á tímanum 1.48,42 mín í úrslitum. Eyþór Þrastarson náði sér ekki á strik í kvöld í 100m. skriðsundi í flokki S11 þegar hann synti á tímanum 1.09,24 mín. og hafnaði hann í áttunda og síðasta sæti. Íslendingar telfdu fram efnilegu liði á mótinu á aldursbilinu 14-18 ára og ljóst að þar finnast sundmenn sem vafalítið munu láta að sér kveða í framtíðinni. Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem lögðu mótinu lið og hjálpuðu við að gera það ógleymanlegt. Verkefnið er það stærsta í sögu Íþróttasambands fatlaðra og viðeigandi hápunktur á 30 ára afmælisárinu. Mynd/ Íslenski hópurinn við lok EM ásamt þjálfurum sínum. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 24. október 2009 17:20 |
Sjálfboðaliðarnir hafa unnið þrekvirki á EM! |
,,Það er aðdáunarvert að sjá þessa hundruðir sjálfboðaliða vinna hörðum höndum að því að gera Evrópumótið sem best úr garði. Fyrir tilstilli þeirra höfum við unnið þrekvirki þar sem EM hefur ekki verið haldið í næstum því áratug,“ sagði Ólafur en í dag kl. 17:00 hefst síðasti keppnishluti mótsins og eldsnemma í fyrramálið halda flestir keppendur aftur til síns heima. Íþróttasamband fatlaðra hefur m.a. starfrækt veitingaaðstöðu og blaðamannaaðstöðu í innilauginni í Laugardal þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar en Laugardalslaug hefur iðað af lífi síðustu vikuna. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 24. október 2009 12:07 |
Hjörtur rústaði gamla metinu sínu á afmælisdaginn |
Eyþór Þrastarson komst með naumindum inn í úrslit í 100m. skriðsundi í flokki S11 er hann synti á tímanum 1.07,71 mín. í undanrásum. Eyþór var skráður inn á mótíð með tímann 1.06,75 mín. og var því snöggtum yfir sínum besta tíma en verður engu að síður með í úrslitum í kvöld. Íslendingar telfdu fram liði í 4x100m. skriðsundi og komu í mark á tímanum 6.40,54 mín. og komst liðið ekki í úrslit. Sveitina skipuðu þeir Hrafnkell Björnsson, Guðmundur Hermannsson, Pálmi Guðlaugsson og Hjörtur Már Ingvarsson. Mynd/ Afmæliskappinn Hjörtur Már Ingvarsson á laugarbakkanum í morgun þar sem hann synti sig niður eftir undanrásirnar. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 23. október 2009 20:49 |
Íslandsmet hjá Pálma og Hirti |
Eyþór Þrastarson gerir nú harða atlögu að langflestum Íslandsmetum Birkis Rúnar Gunnarssonar en í kvöld var Eyþór í fyrsta sundi þar sem hann synti á 1.18,94 mín. í 100m. baksundi. Tíminn dugði Eyþóri í 7. sæti en Birkir Rúnar heldur enn í Íslandsmetið sem er 1.17,53 mín. Eyþór er þó byrjaður að hrifsa metin af Birki en á dögunum sló Eyþór Íslandsmetið í 50m. skriðsundi en þá hafði met Birkis staðið í 13 ár! Eyþór var skráður á EM í baksundið með tímann 1.20,94 mín. og bætti sig því töluvert í dag en hann á þó eitt sund eftir sem er á morgun þegar hann syndir í 100m. skriðsundi. Næstur á svið var Hjörtur Már Ingvarsson, sem verður 14 ára gamall á morgun, en Hjörtur fór gersamlega hamförum og bætti sitt eigið Íslandsmet um heilar 10 sekúndur! Gamla met Hjartar í 100m. skriðsundi í flokki S5 var 1.58,57 mín. en Hjörtur kom í bakkann í kvöld á tímanum 1.48,42 mín. og hefur Þorlákshafnarbúinn þrekmikli svo sannarlega sýnt á mótinu að hann ætli sér mikla hluti í framtíðinni. Þrátt fyrir bætinguna hafnaði Hjörtur í 8. sæti úrslitanna en getur vel við unað og verður forvitnilegt að fylgjast með kappanum í 200m. skriðsundi á morgun. Sonja Sigurðardóttir var næst á pall í 100m. skriðsundi í flokki S5 og synti hún á tímanum 2.08,97 sem var 0,2 sekúndum lakari tími en skráningartími hennar á mótið. Þar með hefur Sonja lokið keppni á EM að þessu sinni. Hið næstum því ómögulega gerðist í kvöld þegar félagarnir Jón Margeir Sverrisson og Ragnar Ingi Magnússon kepptu í 100m. skriðsundi í flokki S14. Jón Margeir hafnaði í 5. sæti og synti á nákvæmlega sama tíma og hann gerði í morgun í undarásum, 1.00,83 mín. Stærðfræðilegar líkur á þessum tíma hjá Jóni eru hverfandi og of flóknar fyrir greinarhöfund til að reikna en flestir geta sammælst um að synda upp á sekúndubrot í undanrásum og úrslitum sé afar ólíklegt. Ragnar Ingi synti á tímanum 1.06,38 mín. sem er næstum því tveimur sekúndum lakari tími en hann synti á í undanrásum í morgun. Að svo búnu hafa allir fimm sundmennirnir frá Íslandi í flokki S14 lokið keppni á mótinu og hafa þeir allir staðið sig með mikilli prýði. Þær Anna Kristín Jensdóttir og Ragney Líf Stefánsdóttir hafa einnig lokið keppni en á morgun mun Hrafnkell Björnsson synda í sinni einu grein á mótinu sem verður 4x100m. boðsund (skrið). Hjörtur Már var ekki einn um að setja Íslandsmet í kvöld því slíkt hið sama gerði Pálmi Guðlaugsson í flokki S6 er hann synti á tímanum 43,72 sek. í 50m. flugsundi. Pálmi komst naumlega inn í úrslitin á tímanum 44,95 sek. þar sem hann hafði betur gegn Antum Brazak frá Króatíu sem synti í morgun á tímanum 44,98 sek. Eldra Íslandsmet Pálma var 44,13 sek. sem hann setti í Ásvallalaug í mars á þessu ári. Á morgun keppir Eyþór Þrastarson í 100m. skriðsundi S11, Pálmi Guðlaugsson keppir í 100m. baksundi í S6 og Hjörtur Már Ingvarsson keppir í 200m. skriðsundi S5. Þá verða fjórir sundmenn í 4x100m. skriðsundi en þeir eru Hrafnkell Björnsson, Guðmundur Hermannsson, Hjörtur Már Ingvarsson og Pálmi Guðlaugsson. Mynd/Sölvi Logason: Hjörtur Már hefur farið á kostum í skriðsundi S5. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 23. október 2009 11:32 |
Fjöldi Íslendinga í úrslitum í kvöld |
Ragnar Ingi var fyrstur af stað í morgun og komst í úrslit er hann synti á 1.04,51 mín. í 100m. skriðsundi S14. Niðurstaðan var tæplega tveggja sekúndna bæting hjá Ragnari sem skráður var inn á mótið með tímann 1.06,05 mín. Strax í næsta riðli var Jón Margeir Sverrisson og hann komst líka í úrslit á tímanum 1.00,83 og gerði þar veglega atlögu að Íslandsmeti Gunnars Arnar Ólafssonar. Íslandsmet Gunnars í 100m. skriðsundi er 59,18 sek. og verður fróðlegt að sjá hvort það met standi eftir kvöldið í kvöld. Bætingin var líka veruleg hjá Jóni sem skráður var inn á mótið með tímann 1.02,55 mín. Aníta Ósk Hrafnsdóttir keppti líka í 100m. skriðsundi S14 í kvennaflokki og kom í mark á tímanum 1.25,12 mín. sem var persónuleg bæting hjá Anítu um 0,8 sek. en tíminn dugði henni ekki inn í úrslitin. Pálmi Guðlaugsson var síðastur íslensku keppendanna í undanrásum er hann keppti í 50m. flugsundi í flokki S6. Fyrirfram var vitað að hörð barátta yrði framundan hjá Pálma við að tryggja sér sæti í úrslitum en kappanum tókst það engu að síður þar sem níundi maður var með 0,03 sek. lakari tíma en Pálmi. Hafnfirðingurinn öflugi syndir því í úrslitum í kvöld þar sem hann var með tímann 44,95 sek. sem er tæpum 0,8 sek. lakari tími en hann var með skráðan inn á mótið. Í úrslitum í kvöld keppa líka þau Eyþór Þrastarson, Sonja Sigurðardóttir og Hjörtur Már Ingvarsson. Eyþór ríður á vaðið kl. 17:00 100m. baksundi í flokki S11 (blindir). Þau sem keppa í úrslitum í kvöld eru: Mynd/ Jón Margeir Sverrisson stingur sér til sunds í undanrásum í morgun. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 22. október 2009 19:19 |
Adrian bætti sig og Jón Margeir fjórði |
Jón Margeir synti á tímanum 2.36,79 mín. í undanrásum í morgun en í úrslitum
í kvöld synti hann á tímanum 2.36,04 mín. og landaði fjórða sæti. Adrian Óskar
synti á tímanum 2.57,79mín. í úrslitum í kvöld en í morgun synti hann á 2.59,33
mín. og bætti sig því um tæpar tvær sekúndur. Mynd/Stefán Þór Borgþórsson: Adrian Óskar bætti sig í 200m. fjórsundi í kvöld sem dugði honum í 7. sætið. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 22. október 2009 13:11 |
Tveir í úrslit: Íslandsmet hjá Pálma |
Anna Kristín Jensdóttir var fyrst íslensku keppendanna í lauginni í dag er hún synti í 100m. bringusundi í flokki SB5 (B fyrir bringusund). Anna komst ekki í úrslit þar sem hún synti á tímanum 2.31,31 en hún var skráð inn á mótið á tímanum 2.29,86. Guðmundur Hermannsson hélt uppteknum hætti er hann synti á 32,46 sek. í 50m. skriðsundi í flokki S9 en Guðmundur var skráður inn á mótið á tímanum 35,24 sek. Frábær frammistaða hjá Guðmundi sem hefur bætt tímana sína verulega á mótinu en þrátt fyrir þessa vösku framgöngu tókst honum ekki að tryggja sér sæti í úrslitum. Ísafjarðarmærin Ragney Líf Stefánsdóttir var þriðja í röðinni er hún keppti í 50m. skriðsundi í flokki S9. Ragney komst ekki í úrslit þrátt fyrir að hafa bætt tímann sinn en hún synti á 34,91 sek. og bætti sig um tæpar tvær sekúndur þar sem hún fór inn á mótið með tímann 36,09 sek. Íslandsmetið í greininni á Lilja María Snorradóttir en metið í flokknum hefur staðið frá árinu 1992 þar sem Lilja María setti metið á Ólympíumóti fatlaðra í Barcelona. Félagarnir Jón Margeir Sverrisson og Adrian Óskar Sindelka Erwin kepptu svo saman í undanrásum í 200m. fjórsundi í flokki S14. Jón Margeir var í ham og bætti tímann sinn um 9 sekúndur er hann synti á tímanum 2.36,04 mín en hann fór á mótið með tímann 2.45,74 mín. Arian Óskar var skráður til leiks á tímanum 3.00,86 en synti á tímanum 2.59,33 mín. Jón Margeir á fjórða besta tímann inn í úrslit en Adrian á sjöunda besta tímann en ef íslensku piltarnir hafa hug á því að komast á pall verða þeir að bretta upp ermar þar sem þrír bestu tímarnir eru um 10 sekúndum betri en tími Jóns Margeirs.
Pálmi Guðlaugsson setti nýtt Íslandsmet í 100m. skriðsundi í flokki S6 er hann synti á tímanum 1.24,54 og þar með bætti hann sitt eigið Íslandsmet sem var 1.24,72 mín. en það met setti hann í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir Íslandsmetið komst Pálmi ekki í úrslit. Þess má síðan geta að Evrópumeistaramótið verður í beinni útsendingu hjá RÚV kl. 17:00-18:00 í dag. Myndir/Stefán Þór Borgþórsson: Jón Margeir bætti sig verulega en hann er hér á efri myndinni en á þeirri neðri er Ísafjarðarmærin Ragney Líf Stefánsdóttir. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 22. október 2009 13:04 |
ÍF og VISA endurnýjuðu samninga sína |
Með samningi þessum gerist VISA Ísland eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem styrkja sambandið vegna framkvæmdar Evrópumeistaramóts fatlaðra sem fram fer hér á landi um þessar mundir. Samningurinn er einnig langtímasamningur sem gerir VISA Ísland einn af aðalsamstarfs- og styrktaraðilum Íþróttasambands fatlaðra vegna undirbúnings og þátttöku fatlaðra íþróttamanna í Ólympíumóti fatlaðra sem haldið verður í London árið 2012. Í tilefni af undirritun samningsins sagði Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra að mikil ánægja væri innan sambandsins með áframhaldandi stuðning VISA Íslands við íþróttastarf fatlaðra hér á landi. Velgengni fatlaðra íslenskra íþróttamanna væri ekki síst áratuga árangursríku samstarfi við fyrirtækið að þakka. Höskuldur Ólafsson, forstjóri VISA Ísland, sem undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækins lýsti yfir mikilli ánægju með það að fyrirtækið væri einn af aðal samstarfs- og stuðningsaðilum Íþróttasambands fatlaðra. Það væri VISA Íslandi afar mikilvægt að taka virkan þátt í að styðja við íþróttalíf landsins og væri samningur þessi hluti af þátttöku fyrirtækins í starfi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. VISA Íslandi væri heiður sýndur með því að fá tækifæri til þess að taka þátt í því að efla íþróttir fatlaðra hér á landi Samningur VISA Íslands og Íþróttasambands Fatlaðra gildir fram yfir Ólympíumót fatlaðra í London 2012. Mynd/ Höskuldur Ólafsson VISA og Sveinn Áki Lúðvíksson ÍF handsala samninginn. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 21. október 2009 00:22 |
Adrian stórbætti sig í bringusundi: Líflegar undanrásir á morgun |
Adrian stórbætti tímann sinn í 100m. bringusundi í flokki S14 (þroskahamlaðra) er hann synti á tímanum 1.29,39 mín. en Adrian var skráður til leiks á mótið á tímanum 1.34,84 mín. Frábært sund hjá Adrian sem tryggði honum fjórða sætið í greininni. Nágrannar okkar frá Færeyjum lönduðu bronsverðlaunum í þessari grein en einn sundmaður kemur frá Færeyjum á Evrópumeistaramótinu en sá heitir Ragnvaldur Atlason Jensen og synti á tímanum 1.17,20 mín. Skúli Steinar Pétursson synti á 1.32,28 mín. en sund hans var dæmt ógilt í kvöld. Á morgun verður mikið um að vera hjá íslensku keppendunum þar sem sjö þeirra munu synda. Fyrst af stað er Anna Kristín Jensdóttir í 100m. bringusundi í flokki SB5 (B fyrir bringusund). Þess má geta að sunddívan Kirsten Bruhn frá Þýskalandi verður í sama riðli og Anna en Bruhn á heimsmetið í greininni sem er 1.34,02 mín sem hún setti á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Guðmundur Hermannsson er næstur í 50m. skriðsundi karla í flokki S9. Á eftir Guðmundi kemur Ragney Líf Stefánsdóttir í 50m. skriðsundi í flokki S10 kvenna. Þá koma næstir þeir Jón Margeir Sverrisson og Adrian Óskar í 200m. fjórsundi í flokki S14. Strax þar á eftir, eða í næstu grein, er Aníta Ósk Hrafnsdóttir í 200m. fjórsundi í kvennaflokki S14. Pálmi Guðlaugsson verður svo í undanrásum í 100m. skriðsundi karla í flokki S6 og þar verður hann í riðli með goðsögninni frá Svíþjóð, Anders Olsson sem á heimsmetið í greininni en Olsson hefur farið á kostum á Íslandi en kappinn er 44 ára gamall og í toppformi. Allir íslensku sundmennirnir fara því í undanrásir á morgun og verður fróðlegt að sjá hverjir þeirra skila sér inn í úrslitin. Bretar hafa farið mikinn á mótinu og unnið til 36 verðlauna eða mest allra þjóða. Úkraínumenn koma næstir Bretum með 24 verðlaun og Spánverjar verma þriðja sætið með 19 verðlaun. Hér má svo sjá ráslistann fyrir morgundaginn þar sem Íslendingar verða fyrirferðamiklir í undanrásum. Mynd/Stefán Þór Borgþórsson: Adrian stóð sig með sóma í bringusundinu í kvöld. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 21. október 2009 12:38 |
Eyþór bætti 13 ára gamalt Íslandsmet Birkis |
Eyþór synti á tímanum 30,86 sek. en Birkir Rúnar átti gamla metið sem var 31,04 sem hann setti á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta árið 1996. Glæsilegt met hjá Eyþóri sem engu að síður komst ekki í úrslit í greininni. Guðmundur Hermannsson var fyrstur Íslendinga í laugina í morgun en Guðmundur keppti í 400m. sundi í flokki S9. Um gríðarlega tímabætinu var að ræða hjá Guðmundi sem var skráður til leiks á mótið með tímann 5.36,12 mín. en Guðmundur synti á tímanum 5.16,12 mín. í morgun og bætti sig því um 20 sekúndur. Magnaður árangur hjá þessum unga sundmanni en hann keppir einmitt í sama flokki og Ólafur Eiríksson gerði forðum daga. Íslandsmet Ólafs í greininni er 4.41,07 mín. sem hann setti á Ólympíumóti fatlaðra í Barcelona árið 1992. Aníta Ósk Hrafnsdóttir keppti síðustu Íslendinga í undanrásum í 100m. bringusundi í flokki S14. Aníta synti á tímanum 1.45,60 mín. en sund hennar var dæmt ógilt og því átti hún ekki kost á því að komast í úrslit í kvöld. Það var því enginn íslenskur sundmaður í undanrásum sem komst í úrslit fyrir kvöldið en þeir Adrian Óskar Sindelka Erwin og Skúli Steinar Pétursson keppa í beinum úrslitum í 100m. bringusundi í flokki S14 í kvöld. Mynd/Stefán Þór Borgþórsson: Guðmundur Hermannsson bætti sig um 20 sekúndur í 400m. skriðsundi í flokki S9. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 21. október 2009 11:29 |
Eyþór og Pálmi kátir í viðtali hjá RÚV |
Sjá viðtalið
við Eyþór Mynd/Stefán Þór Borgþórsson: Pálmi Guðlaugsson stingur sér til sunds. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 20. október 2009 22:42 |
Silfur í dag og fimm keppa á morgun |
Eyþór synti á tímanum 5.11,54 mín. sem er nokkuð undir hans besta tíma sem er 5.07,51 mín. sem hann náði á Opna þýska meistaramótinu í Berlín í sumar. Strax á eftir Eyþóri keppti Pálmi Guðlaugsson í úrslitum í 50m. skriðsundi í flokki S6 þar sem Pálmi hafnaði í 8. sæti á tímanum 37,38 sek. en Pálmi synti í undanrásum á 37,15 sek. sem var nýtt Íslandsmet í flokki S6. Sonja Sigurðardóttir keppti síðan í 50m. baksundi en það er sama grein og hún keppti í á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Sonja synti á tímanum 1.00,67 mín. en hún var skráð inn í mótið á tímanum 57,90 sek. Síðastur í röðinni í dag var Ragnar Ingi Magnússon sem synti í 100m. baksundi í flokki S14. Ragnar stórbætti tímann sinn í morgun er hann synti á tímanum 1.16,21 mín en í úrslitum synti hann á tímanum 1.18,16 mín og hafnaði í 7. sæti. Á morgun eru fimm íslenskir sundmenn sem synda á Evrópumótinu. Þrír í undanrásum og tveir fara í bein úrslit. Undanrásir: Bein úrslit: Mynd/Stefán Þór Borgþórsson: Eyþór Þrastarson var að vonum sáttur við árangurinn í dag. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 20. október 2009 18:50 |
Silfur hjá Eyþóri |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 20. október 2009 16:54 |
Fjórir synda til úrslita í kvöld: Íslandsmet hjá Pálma! |
Í morgun var Pálmi fyrstur íslensku keppendanna er hann keppti í skriðsundi í flokki S6. Pálmi synti á nýju Íslandsmeti á tímanum 37,15 sek. og var áttundi maður inn í úrslitin. Fyrra Íslandsmetið setti Pálmi í mars fyrr á þessu ári en þá var tími hans 37,85 sek. Pálmi verður í sterkum riðli í kvöld en þar hittir hann fyrir Evrópumethafann Anders Olsson frá Svíþjóð sem m.a. hefur þegar sett eitt heimsmet á mótinu. Félagarnir Skúli Steinar Pétursson og Ragnar Ingi Magnússon voru næstir í 100m. baksundi í flokki S14 þar sem Ragnar komst inn í úrslitin en Skúli náði ekki á tímanum 1.25,36 mín. Ragnar Ingi synti á tímanum 1.16,21 mín. og bætti sig um tæpar fjórar sekúndur þar sem hann var skráður inn á mótið á tímanum 1.20,48 mín. Aníta Ósk Hrafnsdóttir var síðust Íslendinganna í undanrásum í 100m. baksundi kvenna í flokki S14. Aníta synti á tímanum 1:41,67 mín. og var þar rétt yfir tímanum sem hún var skráð á í mótið en sá tími var 1:39,65 mín. Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir þurftu ekki að synda í undanrásum í morgun heldur fóru þau beint inn í úrslit. Keppnisröð íslensku sundmannanna í kvöld: Kl. 17:12: Eyþór Þrastarson – 400m. skriðsund – S11 (Tímasetningar birtar með fyrirvara, tímasetningarnar eru endanlegar og munu haldast þær sömu ef tekst að halda áætlun. Viðbúið að smávægilegar tafir geti orðið á greinunum) Myndir frá Laugardalslaug í morgun Mynd/Stefán Þór Borgþórsson: Ragnar Ingi Magnússon á fullri ferð í baksundinu í morgun. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 19. október 2009 23:03 |
Metaregn í Laugardal |
Enginn íslensku keppendanna synti í dag en sex þeirra synda á morgun en það eru þau Eyþór Þrastarson, Sonja Sigurðardóttir, Pálmi Guðlaugsson, Skúli Steinar Pétursson, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Ragnar Ingi Magnússon. Þess má geta að á meðal keppenda sem settu met í kvöld var þýska sundkonan Kirsten Bruhn en hún setti Evrópumet í 400m. skriðsundi í flokki S7 er hún synti á tímanum 5:24,91. Bruhn þessi stóð lengi í skugganum af einum albesta sundmanni Íslands, Kristínu Rós Hákonardóttur, sem einnig keppti í flokki S7. Bruhn tók við keflinu þar sem Kristín Rós skildi við það er hún lagði afrekssundmennskuna á hilluna. Kristín Rós Hákonardóttir hefur þó ekki sagt sitt síðasta í sundi því hún er verndari Evrópumeistaramótsins. Greinar íslensku keppendanna á morgun: Eyþór 400 skrið Það verður Pálmi Guðlaugsson sem ríður á vaðið í fyrramálið en hann keppir í annarri grein í undanrásum sem hefjast kl. 09:00. Sjá ráslista morgundagsins. Mynd/Sölvi Logason: Frá EM í Laugardal. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Sunnudagur 18. október 2009 23:34 |
Hjörtur bætti Íslandmetið enn á ný |
Sjá dagskrá mótsins
hér |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Sunnudagur 18. október 2009 17:35 |
Íslandsmet hjá Hirti |
Á eftir kl. 17:00 hefjast svo úrslit en Hjörtur syndir ekki fyrr en um kl. 19:00 þar sem hann keppir í næstsíðustu grein kvöldsins. Sonja Sigurðardóttir synti einnig í dag í undanrásum og var síðustu inn í úrslit í 50m. skriðsundi þegar hún kom í mark á tímanum 57,22 sek sem er um 7 sekúndum frá Íslandsmeti hennar í flokki S5. Sonja syndir í síðustu grein kvöldsins. Mynd: Hjörtur Már stórbætti eigið Íslandsmet í morgun. Verður hann í stuði í kvöld? |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Sunnudagur 18. október 2009 02:37 |
EM sett með glæsibrag í Laugardal |
Troðfullt var í innilauginni þar sem Regína Ósk tók m.a. lagið, trúðar skemmtu gestum og Brassbandið lék ljúfa tóna fyrir athafnargesti ásamt mörgum öðrum mögnuðum sýningaratriðum. Að athöfn lokinni héldu keppendur, þjálfarar og fleiri í Laugardalshöll en þar er matsalur mótsins staðsettur og mikið verður þar um að vera á matmálstímum næstu vikuna enda nærri 700 manns skráðir til leiks. Sundmennirnir Hrafnkell Björnsson og Jón Margeir Sverrisson voru fulltrúar Íslands í innmarseringu setningarathafnarinnar og uppskáru mikið og gott lófatak áhorfenda þegar þeir gengu inn í salinn með íslenska fánann. Á morgun, eins og fyrr greinir, hefst keppnin og á meðal keppenda eru tveir
íslenskir sundmenn, þau Sonja Sigurðardóttir og Hjörtur Már Ingvarsson. Hjörtur
keppir í undanrásum í fyrramálið um kl. 09.40 í 50m. skriðsundi og þar strax á
eftir, í næstu grein Sjá ráslistana fyrir keppnisdag 1 Myndir: Sölvi Logason: Frá setningarathöfninni í
Laugardalslaug í kvöld. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 16. október 2009 19:51 |
Undirbúningurinn á lokasprettinum fyrir EM |
Keppnin hefst á sunnudag kl. 09:00 með undanrásum og þann sama dag kl. 17:00 hefjast úrslit. Mótið mun svo standa yfir til 24. október. Mikið líf var í innilauginni í dag þar sem gestaþjóðirnar æfðu af kappi sem og íslenska sveitin sem telur 13 manns á mótinu. Mynd: Liðsmenn tækniherbergisins unnu hörðum höndum í allan dag en gáfu sér þó tíma til að brosa þegar ljósmyndari ÍF leit við. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 14. október 2009 18:50 |
Opin Kerfi slást í hópinn fyrir EM |
Búnaðurinn frá Opnum Kerfum verður m.a. notaður í fjölmiðlaaðstöðu á mótinu sem og í tækniherbergi mótsins þar sem öll úrslitavinnsla fer fram. Það voru þeir Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Pétur Bauer, framkvæmdastjóri innkaupa og dreifingarsviðs Opinna Kerfa, sem handsöluðu samninginn. Þessu til viðbótar munu Opin Kerfi styrkja ÍF um fartölvu sem verður sérstaklega uppsett vegna keyrslu mótsins en sem mun nýtast við öll sundmót, fatlaðra sem ófatlaðra í framtíðinni. Mynd: Pétur Bauer t.v. og Sveinn Áki Lúðvíksson t.h. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 13. október 2009 12:41 |
Síminn sér til þess að allir verði vel tengdir á EM |
Þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra undirrituðu samninginn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Síminn hefur síðustu ár stutt myndarlega við bakið á ÍF og breytir hvergi af þeirri stefnu í tengslum við þetta stærsta verkefni sambandsins frá upphafi. Mynd: Sævar t.v. og Sveinn Áki t.h. við undirritun
samstarfssamningsins. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Sunnudagur 11. október 2009 13:54 |
Í mörg horn að líta við undirbúning EM |
Á meðfylgjandi mynd sést hvar þessar ungu konur voru í óðaönn við að undirbúa gjafpoka sem afhentir verða keppendum á mótinu en Össur hf. gaf pokana og í þeim munu keppendur finna ýmislegt um mótið ásamt öðru kynningarefni. Von er á fyrstu keppendunum til landsins þriðjudaginn 13. október en flestir koma þó dagana 15. og 16. október. Þá verður mikið líf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en það eru Pálmar Sigurðsson og félagar hjá Hópbílum sem sjá um að ferja keppendur og aðstoðarfólk þeirra frá Leifsstöð. Keppnishótelin eru svo Park Inn Island, Grand Hótel og Hótel Cabin og urðu hótelin fyrir valinu sökum nálægðar þeirra við innilaugina í Laugardal, þar sem mótið fer fram. Verkefnið er það stærsta sem Íþróttasamband fatlaðra hefur tekið sér fyrir hendur og mun mótið setja mikinn svip á Laugardal á meðan á því stendur. Þá er mótið stærsta alþjóðlega sundmótið sem fram hefur farið á Íslandi. Mynd: Handtökin voru óteljandi á skrifstofu ÍF síðasta föstudag þegar gjafapokar fyrir tæplega 700 manns voru skipulagðir. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 9. október 2009 14:49 |
Vífilfell leggur EM lið |
Á Evrópumeistaramótinu mun Vífilfell m.a. útvega mótshöldurum Pure Icelandic vatn. Flöskunum verður dreift til keppenda á laugarsvæði sem og í matsal sem staðsettur verður í nýja anddyri Laugardalshallar. Vífilfell mun einnig leggja til sjálfboðaliða úr röðum starfsfólks fyrirtækisins til aðstoðar við framkvæmd mótsins en þar liggja ófá handtökin enda um að ræða stærsta alþjóðlega sundmót sem haldið hefur verið á Íslandi. Við þennan nýja samning bætist Vífilfell í öflugan hóp samstarfsaðila mótsins
sem er það stærsta í sögu Íþróttasambands fatlaðra og glæsilegur hápunktur á 30
ára afmælisári sambandsins. Mynd: Árni Stefánsson t.v. og Sveinn Áki Lúðvíksson t.h. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 5. október 2009 20:03 |
Íslandsmót í boccia 2009 á Selfossi |
Íþróttafélagið Suðri á Selfossi sem er eitt af aðildarfélögum ÍF sá um framkvæmd mótsins í samvinnu við boccianefnd ÍF. Keppt var í tveimur íþróttahúsum, íþróttahúsinu Iðu og íþróttahúsinu Sólvöllum. Nemendur FSU sáu um dómgæslu á mótinu ásamt félagsmönnum áhugafélags um íþróttir aldraðra og fleiri aðilum. Íþróttafélagið Suðri naut aðstoðar fjölda fólks á Selfossi og nágrenni við undirbúning og framkvæmd mótsins. Fyrirtæki styrktu verkefnið og íþróttafélagið nýtur greinilega mikils velvilja á Suðurlandi. Öll framkvæmd mótsins var íþróttafélaginu Suðra til mikils sóma og félagsmenn Suðra stóðu sig allir mjög vel á heimavelli. Úrslit 2. deild 3. deild 4.deild 5. deild 6. deild 7. deild U flokkur Rennuflokkur Flokkur BC1 - BC4 Myndasafn frá mótinu má nálgast hér. Mynd: Frá mótinu á Selfossi um helgina. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 30. september 2009 15:30 |
Íslandsmótið í einstaklingskeppni í boccia |
Íþróttafélagið Suðri á Selfossi sem er eitt af aðildarfélögum ÍF sér um
framkvæmd Hjálagt er dagskrá mótsins Laugardagur 3. okt. Íþróttahúsið Iða Íþróttahúsið Sólvöllum 09:00 Fararstjórafundur Sunnudagur 4. okt. Verðlaunaafhending fer fram að úrslitum loknum í hverri deild Mótsstjóri: Svanur
Ingvarsson Lokahóf Íslandsmótsins fer fram á Hótel Selfoss og er miðaverð 5.500
kr |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 23. september 2009 16:13 |
Tvö Íslandsmet á Fjarðarmótinu í 25m. laug |
Breski sunddómarinn Sue Prasad var sérlegur gestur á mótinu en hún stóð fyrir veglegum fyrirlestri fyrir Fjarðarmótið þar sem íslenskir sunddómarar urðu margsvísir um sund fatlaðra. Dómararnir sem sátu fundinn hafa boðað sig til dómgæslu á Evrópumótinu í Laugardal. Að loknum fyrirlestri hjá Sue dæmdi hópurinn á Fjarðarmótinu og tókst það vel til. Sue er síðan væntanleg aftur til landsins í október þar sem hún verður ein af yfirdómurum Evrópumeistaramótsins. Metin á Fjarðarmótinu: Anna Kristín Jensdóttir – 100m. bringusund – flokkur SB5 –
2:28,19 mín. Úrslit mótsins má nálgast hér. Myndasafn frá mótinu má nálgast hér. Videobrot frá mótinu má nálgast hér. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 18. september 2009 14:35 |
Sterkasti fatlaði maður heims |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 14. september 2009 18:08 |
Þrettán íslenskir sundmenn taka þátt á EM í október |
Íslenska hópinn skipa eftirtaldir sundmenn: Af þessum þrettán sundmönnum koma níu úr flokki hreyfihamlaðra/blindra og fimm úr flokki þroskaheftra. Í sundi fatlaðra er keppt í flokkum S1-10 fyrir hreyfihamlaða þar sem S1 táknar mestu fötlun og S10 minnstu fötlun. Flokkar S11-S13 eru flokkar blindra og sjónskertra og flokkur S14 er flokkur þroskaheftra íþróttamanna. Búist er við 415 sundmönnum og um 250 aðstoðarmönnum á mótið að ótöldum erlendum gestum á borð við fjölmiðla, forsvarsmenn íþróttahreyfinga fatlaðra í Evrópu og fjölskyldumeðlimi keppenda og annarra þeirra sem mótið sækja. Íþróttasamband fatlaðra ræðst nú í sitt stærsta verkefni frá upphafi og ekki amaleg áskorun á 30 ára afmælisárinu. Í fyrsta sinn síðan árið 2001 fer fram Evrópumeistaramót á vegum Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) og í fyrsta sinn síðan árið 2000 fá þroskaheftir íþróttamenn keppnisleyfi á vegum IPC. Íþróttasamband fatlaðra hefur verið fremst á meðal jafningja í réttlætisbaráttu þroskaheftra íþróttamanna og nú hefur mikill áfangasigur verið unninn með framkvæmd EM á Íslandi þar sem þroskaheftir munu taka þátt. Undirbúningur fyrir EM á Íslandi er nú vel á veg kominn en Íþróttasamband fatlaðra auglýsir eftir aðilum í sjálfboðaliðastörf við mótið og geta áhugasamir haft samband við skrifstofu ÍF ís síma 514 4080 eða á if@isisport.is Mynd: Íslenski hópurinn í Orkuveituhúsinu í dag ásamt
Kristínu Guðmundsdóttur landsliðsþjálfara og Kristínu Rós Hákonardóttur fyrrum
afrekssundkonu en Kristín Rós er verndari Evrópumótsins á Íslandi. Á myndina
vantar Ragney Líf Stefánsdóttur sundkonu frá Ívari á
Ísafirði. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 14. september 2009 12:36 |
Fjarðarmótið í Ásvallalaug á laugardag |
Grein 1 og 2 50m skrið karla og kvenna Þjálfarar vinsamlega skráið keppendur annaðhvort í 50m eða 100m greinar í sömu sundaðferð þ.e annaðhvort 50m eða 100m skrið, 100 eða 200 fjór o.s.frv. Góð regla að þeir sem eru lengra komnir t.d. í landsliði keppi í lengri vegalengdunum. Skráið keppendur á besta tíma þeirra, ef viðkomandi á ekki löglegan tíma þá vinsamlega skráið þann tíma sem þið teljið raunhæfan fyrir keppandann. Keppendum verður skipt í getuflokka eftir tímum og fjöldi flokka fer eftir fjölda skráninga. Veitt verða gull, silfur og brons verðlaun í hverjum getuflokki. Þetta er sama fyrirkomulag og á Asparmótinu. Skráningum skal skila á Hy-Tek formi og senda á fjordur@fjordur.com |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 11. september 2009 12:22 |
Íslandsleikar SO í frjálsum og knattspyrnu laugardaginn 12. september |
Drög að dagskrá. Kl. 09.00
Upphitun, frjálsar |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 7. september 2009 17:31 |
Kristmann með nýtt Íslandsmet í bogfimi |
Árangur Kristmanns: 90m=324 Samtals 1356 stig. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 5. september 2009 00:01 |
Sparkvallaæfing ÍF og KSÍ sunnudaginn 6. september |
Sunnudaginn 6. september fer fram sparkvallaæfing Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands. Æfingin fer fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla, gegnt KSÍ. Það eru Marta og María Ólafsdætur sem stýra æfingunni ásamt góðum gestum en
æfingin hefst kl. 13:00 og eru sem flestir hvattir til þess að mæta, stelpur
jafnt sem strákar. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 4. september 2009 10:39 |
Sterkasti fatlaði maður heims |
Verðlaunaafhending fer fram í íþróttahúsi ÍFR að mótinu loknu. Keppt verður í tveimur flokkum þ.e. flokki hjólastóla og flokki standandi. Þroskaheftum er heimil þátttaka í báðum flokkum. Keppt verður í átta keppnisgreinu í flokki hjólastóla og átta keppnisgreinum í flokki standandi, alls sextán keppnisgreinar. Keppt verður í að draga hönd yfir hönd, uxaganga, drumbalyftu, axlalyftu, bóndagöngu, steinatökum, herkulesarhaldi, dekkjaveltu, öxullyfta og hleðslugrein. Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík á www.ifr.is Mótið verður sýnt í sérstökum þætti á RÚV árið 2010. Nánari upplýsingar fást hjá skipuleggjendum. Arnar Már Jónsson þjálfari IFR Gemma Magnússon Mynd: Frá keppninni Sterkasti fatlaði maður heims í fyrra. Hér er Alexander Harðarson í hrikalegum átökum í Smáralind. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 3. september 2009 15:59 |
EM hópurinn æfir saman um helgina |
Hópurinn æfir í Laugardalslaug þar sem mótið fer fram. Tvær æfingar verða laugardaginn 5. september frá 9:30-12:00 og aftur 15:45-18:00. Sunnudaginn 6. september verður æft frá kl. 09:00-11:00. Á næstu dögum mun Íþróttasamband fatlaðra kynna til leiks þá sundmenn sem skipa munu íslenska hópinn á meðan Evrópumeistaramótinu stendur. Mynd: Eyþór Þrastarson er á meðal íslensku keppendanna
sem prýða munu Evrópumeistaramótið. Þess má geta að Eyþór á Evrópumet í flokki
S11 í 800m. skriðsundi en metið setti hann í Þýskalandi er hann synti á tímanum
10:32,16 mín. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 1. september 2009 18:08 |
Össur safnaði 323.500 krónum til handa ÍF! |
Eins og undanfarin ár gafst öllum hlaupurum, fyrir utan þátttakendur í Latabæjarhlaupinu, kostur á að hlaupa til góðs, þ.e. að láta heita á sig til styrktar góðgerðarfélagi. 4.332 nýttu sér þennan möguleika af þeim 7.400 sem stóð það til boða. Þar af voru 863 hlauparar sem einhver áheit fengu. Í ár voru 80 manns á vegum Össurar sem hlupu til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra og söfnuðu 323.500 krónum. Það var Edda Heiðrún Geirsdóttir forstöðumaður alþjóðamarkaðsdeildar Össurar sem afhenti Ólafi Magnússyni framkvæmdastjóra fjármála- og afrekssviðs ÍF styrkinn á skrifstofu ÍF síðastliðinn mánudag.
Myndir: Frá afhendingu styrksins og frá
Reykjavíkurmaraþoninu. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 1. september 2009 13:22 |
Sparkvallaátak ÍF og KSÍ heldur áfram |
Næsta æfing verður sunnudaginn 6. september kl. 13:00 við Laugarnesskóla og er allir hvattir til þess að fjölmenna á æfinguna, stelpur jafnt sem strákar. Hér er hægt að nálgast smávegis myndasafn frá æfingunni: |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 25. ágúst 2009 12:04 |
Óskað eftir sjálfboðaliðum |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 24. ágúst 2009 16:22 |
Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ heldur áfram |
Opnar æfingar verða á sparkvellinum við Laugarnesskóla sunnudaginn 30. ágúst og sunnudaginn 6. september. Æfingar verða frá kl. 13.00 til 15.00. Leiðbeinendur verða: Marta Ólafsdóttir og María Ólafsdóttir. Landsliðsmennirnir Atli Viðar Björnsson og Gunnleifur Gunnleifsson mæta á æfinguna sunnudaginn 30. ágúst og verða iðkendum innan handar á æfingunni. Allir geta verið með, byrjendur sem lengra komnir, stelpur og strákar. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 21. ágúst 2009 16:03 |
Fjölmennum í Reykjavíkurmaraþonið |
Á morgun, laugardaginn 22. ágúst, fer hið árlega Reykjavíkurmaraþon fram. Dagskráin við Lækjargötu verður sem hér segir: 08:40 Maraþon og hálfmaraþon ræst út Íslandsbanki mun halda áfram þeirri hefð að heita 1000 kr. á hvern viðskiptavin bankans sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu, sem viðkomandi getur síðan ráðstafað til þess góðgerðarfélags sem hann eða hún kýs. Nánar um Reykjavíkurmaraþonið á www.islandsbanki.is/marathon |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 21. ágúst 2009 15:35 |
Blindrafélagið 70 ára |
Félagið var stofnað þann 19. ágúst árið 1939 af einstaklingum sem vildu stuðla að því að blindir einstaklingar tækju stjórn sinna mála í eigin hendur. Fyrsti formaðurinn var Benedikt Benónýsson en hann var einnig stofnfélagi. Í dag á félagið fasteign að Hamrahlíð 17 þar sem öll starfsemi félagsins og Blindravinnustofunnar er til húsa. Íþróttasamband fatlaðra óskar Blindrafélaginu innilega til hamingju með afmælið. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 13. ágúst 2009 14:25 |
Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir hreyfihamlaðar stelpur |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 12. ágúst 2009 10:53 |
Eunice Kennedy stofnandi SO látin |
Árið 1968 skipulagði Eunice fyrstu Special Olympics leikana og mun hún hafa snúið sér að íþróttum þroskaheftra af mikilli ástríðu í gegnum systur sína Rosemary sem var greindarskert. Í dag er sonur Eunice Kennedy, Timothy Kennedy Shriver forsvarsmaður samtakanna. Eunice Kennedy Shriver var hugsjónamanneskja sem hefur frá stofnun Special
Olympics Mynd: Eunice Kennedy Shriver |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 6. ágúst 2009 14:29 |
Hörður Barðdal fallinn frá |
Hörður Barðdal var þó fyrst og síðast maður með stórt hjarta sem gaf mikið af sér. Reglulegum heimsóknum hans á skrifstofu ÍF, hans dillandi hláturs og góðu nærveru verður sárt saknað. Þakkir og söknuður eru efst í huga þegar góður félagi, liðsmaður og vinur er horfinn á braut. Íþróttasamband fatlaðra sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Mynd: Hörður Barðdal með golfkylfu við hönd í golfæfingaðstöðunni Hraunkoti í Hafnarfirði. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 6. ágúst 2009 14:23 |
Fulltrúum IPC leist vel á aðstæður fyrir EM 2009 |
Undirbúningsnefnd mótsins á Íslandi tók vel á móti erlendu gestunum sem heimsóttu keppnissvæðið í innilauginni í Laugardal ásamt því að kanna næsta nágrenni og gistiaðstöðu keppenda og aðstoðarfólks þeirra. Fulltrúar IPC voru ánægðir með framvindu mála en skemmst er frá því að segja að undirbúningur fyrir mótið stendur nú sem hæst. Von er á rúmlega 400 keppendum og um 200 aðstoðarmönnum og því er í mörg horn að líta. Af þessum sökum leitar Íþróttasamband fatlaðra til allra þeirra sem hug hafa á því að koma nærri mótinu sem sjálfboðaliðar og aðstoðarfólk. Áhugasamir geta gefið sig fram við skrifstofu í síma 514 4080. Mynd: Susan t.v. og Agnes t.h. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 14. júlí 2009 20:58 |
Keppendur á heimsleikum þroskaheftra komu heim í dag |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 11. júlí 2009 19:17 |
Samantekt á úrslitum frá Heimsleikum Þroskaheftra - bæting í öllum greinum |
Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði Hafnarfirði og Jón Margeir Sverrisson, íþróttafélaginu Ösp Reykjavík hafa nú lokið keppni á Heimsleikum þroskaheftra. Þessir ungu drengir sem báðir eru fæddir árið 1992, bættu árangur sinn í öllum greinum og eiga án efa eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Keppni Íslendinga er nú lokið á heimsleikunum og er áætluö heimkoma þriðjudaginn 14. júlí FI205, kl. 15.10. Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði,
Hafnarfirði: Jón Margeir Sverrisson, íþróttafélaginu Ösp,
Reykjavík: Eins og áður hefur komið fram eru Heimsleikar Þroskaheftra eða Global Games keppni sterkustu íþróttamanna úr röðum þroskaheftra. Keppt er í einum flokki kvenna og einum flokki karla. Þroskaheftir hafa verið útilokaðir frá keppni á ólympíumótum fatlaðra frá árinu 2000. og hér er um að ræða sambærilega keppni og áður fór fram fyrir þennan hóp keppenda á ólympíumóti fatlaðra. Stefnt er að því að þroskaheftir taki aftur þátt ólympíumóti fatlaðra árið 2012 þegar leikarnir verða í London. Hér er því um sambærilegt mót að ræða fyrir sterkusta íþróttafólk úr röðum þroskaheftra og ólympíumót fatlaðra er fyrir aðra fötlunarhópa. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 11. júlí 2009 19:15 |
Heimsleikar þroskaheftra, úrslit síðasta keppnisdags 11. júlí |
Úrslit frá síðasta keppnisdegi laugardag 11. júlí - enn bæta þeir sig í hverri grein. Ragnar Ingi Magnússon: Jón Margeir Sverrisson: |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 10. júlí 2009 12:22 |
Heimsleikar þroskaheftra í Tékklandi, úrslit 3 keppnisdags 10. júlí |
Ragnar Ingi Magnússon og Jón Margeir Sverrisson eru meðal yngstu keppenda á mótinu og hafa báðir verið að bæta árangur sinn í hverri grein, þó þeir nái ekki úrslitasæti. Á heimsleikum þroskaheftra er keppt í einum flokki karla og kvenna og keppni mjög hörð. Mynd: Íslensku keppendurnir á keppnisstað, f.v. Jón Margeir, Ragnar Ingi. Keppnisdagur 3, föstudagur 10. júlí. Ragnar Ingi Magnússon: Jón Margeir Sverrisson: Frábær árangur hjá sundstrákunum enn og aftur. Á morgun synda þeir báðir 50m flugsund og 200m skriðsund. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 9. júlí 2009 11:11 |
Heimsleikar þroskaheftra - keppnisdagur 2 |
Úrslit dagsins, mið. 8.
júlí; |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 8. júlí 2009 15:01 |
Styrkur til ÍF frá samtökunum Young Presidents Organizations |
Í móttöku á Bessastöðum var Íþróttasambandi Fatlaðra afhentur styrkur frá samtökunum að upphæð 2000 dollarar. Íslenskur félagsmaður í samtökunum Eyþór Bender var með hópnum hér á landi og skipulagði dagskrá í samvinnu við Helgu Láru Guðmundsdóttur hjá fyrirtækinu Iceland Congress. Fulltrúar ÍF á Bessastöðum voru Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, Anna
Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og fræðslu
og útbreiðslusviðs ÍF og Jóhann Kristjánsson, afreksmaður ÍF í
borðtennis. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 8. júlí 2009 14:49 |
Heimsleikar þroskaheftra – Global Games – Tékklandi |
Eins og áður hefur komið fram eru Heimsleikar Þroskaheftra eða Global Games keppni sterkustu íþróttamanna úr röðum þroskaheftra. Þroskaheftir hafa ekki fengið tækifæri til að vera með á ólympíumótum fatlaðra frá árinu 2000 og hér er um að ræða sambærilega keppni og áður fór fram fyrir þennan hóp keppenda á ólympíumóti fatlaðra. Stefnt er að því að þroskaheftir taki aftur þátt ólympíumóti fatlaðra árið 2012 þegar leikarnir verða í London. Mikilvægt er að fjölmiðlaumfjöllun taki mið af því að hér er um sambærilegt mót að ræða fyrir sterkusta íþróttafólk úr röðum þroskaheftra og ólympíumót fatlaðra er fyrir aðra fötlunarhópa. Í dag miðvikudag 8 júlí keppa þeir í 100m skriðsundi og 50m baksundi Nánar (úrslit frá fyrsta keppnidegi Íslendinga sem var þriðjudagur 7. júlí) |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 6. júlí 2009 13:03 |
Heimsleikar þroskaheftra í Tékklandi |
Afreksfólk úr röðum þroskaheftra keppir þar í frjálsum íþróttum, hjólreiðum, körfubolta, knattspyrnu, sundi, borðtennis, tennis og júdó. Íþróttasamband fatlaðra sendir tvo keppendur á leikanna en þeir eru sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson íþróttafélaginu Ösp og Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði, Hafnarfirði. Þjálfarar og fararstjórar eru Ingi Þór Einarsson og Ingigerður Stefánsdóttir auk þess sem Þórður Árni Hjaltested, gjaldkeri ÍF og varaformaður INAS-Fid Evrópu verður viðstaddur leikanna. Það verður spennandi að fylgjast með þessum ungu og efnilegu sundmönnum í keppni við þá bestu í heiminum en Ísland hefur í gegnum tíðina átt á að skipa sundmönnum í fremstu röð. Sundkeppnin fer fram dagana 7. - 10. júlí og mun verða greint frá árangri þeirra Jóns Margeirs og Ragnar Inga jafnóðum og þau berast. 1.460 þátttakendur frá 40 löndum mæta á leikana sem eru stærstu leikar þroskaheftra og hugsaðir sem eins lags Ólympíumót þessa fötlunarflokks þar sem þroskaheftir íþróttamenn hafa ekki tekið þátt í Ólympíumótum fatlaðra síðan í Sydney árið 2000. Þetta er í annað skipti sem slíkir leikar eru haldnir en árið 2004 fóru þeir fram í Svíþjóð. Þroskaheftir keppendur hafa verið útilokaðir frá þátttöku í mótum IPC ( alþjóðaíþróttahreyfingar fatlaðra) frá árinu 2000. Þessi ákvörðun kom í kjölfar þess að upp komst að liðsmaður í körfuboltaliði Spánverja á Ólympíumótinu í Sydney var ófatlaður. Maðurinn sem var blaðamaður hafði náð að villa á sér heimildir og í kjölfar þessa hófst vinna við endurskoðun flokkunarkerfis sem erfitt hefur reynst að finna lausn á. Ísland hefur verið eitt af þeim löndum sem hvað harðast hefur barist fyrir því að málið verði endurskoðað og þroskaheftir verða í fyrsta skipti frá árinu 2000 þátttakendur á móti á vegum IPC en það er Evrópumót í sundi sem fram fer á Íslandi í október 2009. Ísland neitaði að halda þetta mót nema þroskaheftir yrðu með og vonast er til þess að lausn finnist sem gerir þeim kleift að taka þátt í ólympíumóti fatlaðra 2012 í London. Opnuanarhátíð leikanna er í dag, 6. júli. Mynd frá vinstri: Þórður Árni Hjaltested gjaldkeri ÍF og varaformaður INAS-Fid Evrópu, Jón Margeir Sverrisson, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF, Ragnar Ingi Magnússon, Ingigerður M. Stefánsdóttir þjálfari og Ingi Þór Einarsson þjálfari. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 4. júlí 2009 22:16 |
Vel heppnað mót að baki í Svíþjóð |
Að þessu sinni voru 11 keppendur í sundi og 3 í frjálsum íþróttum og stóðu þau sig öll með eindæmum vel. Margir hverjir voru við sinn besta árangur og sumir stórbættu sig enda stífar æfingar alla dagana ytra ásamt keppni. Þjálfarar í ferðinni voru þau María Ólafsdóttir og Egill Þór Valgeirsson og stýrðu þau æfingum og keppni af mikilli röggsemi. Í íslenska hópnum gaf að líta marga efnilega einstaklinga sem vafalítið eiga eftir að láta vel að sér kveða í framtíðinni, ef þau eru dugleg að æfa áfram af sama kappi og þau gera nú. Norræna barna- og unglingamótið er haldið á tveggja ára fresti og næst fer það fram í Finnlandi árið 2011. Mótið er fyrir krakka og unglinga á aldrinum 12-16 ára sem æfa íþróttir hjá aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra. Fyrir þá sem hafa hug á því að komast í hópinn sem fer til Finnlands er ekki seinna vænna en að herða róðurinn við æfingar strax í dag og láta ljós sitt skína á erlendum vettvangi eftir tvö ár. Helstu afreksmenn ÍF í gegnum árin hafa jafnan stigið sín fyrstu skref á Norræna barna- og unglingamótinu sem er hugsað sem ein af fyrstu alþjóðlegu keppnunum sem fatlaðir íslenskir íþróttamenn reyna sig við. Á fimmtudagskvöld fór fram lokaathöfn Norræna barna- og unglingamótsins og var deginum lokað með veglegu diskóteki þar sem íslenski hópurinn lét sitt ekki eftir liggja á dansgólfinu. Nú er svo komið inn þriðja og síðasta myndasafnið á myndasíðu ÍF af íslenska hópnum í Eskilstuna en þarna eru m.a. myndir frá sundkeppninni, keppninni í frjálsum og frá lokakvöldinu. Myndasafn: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=151968 Mynd: Íslenski hópurinn á lokakvöldinu í Eskilstuna |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 2. júlí 2009 19:38 |
Frábær frammistaða í frjálsum |
Þau sem kepptu fyrir Íslands hönd í frjálsum voru Ingeborg Eide Garðarsdóttir, langstökk, 100m. hlaup og 400m. hlaup. Almar Þór Þorsteinsson, 100m. hlaup og kúluvarp og svo Sigurjón Sigtryggsson 100m. hlaup, 400m. hlaup og kúluvarp. Skemmst er frá því að segja að Ingeborg vann silfur í langstokki, brons í 100m. hlaupi og brons í 400m. hlaupi. Almar vann til gullverðlauna í kúluvarpi og Sigurjón Sigtryggsson til silfurverðlauna. Þá vann Sigurjón til silfurverðlauna í 100m. hlaupi og til gullverðlauna í 400m. hlaupi. Sannarlega glæstur árangur hjá þessum efnilega hóp sem á vísast eftir að láta vel að sér kveða þegar fram líða stundir. Þessa stundina fer fram lokahóf Norræna barna- og unglingamótsins þar sem grillaðir voru hamborgarar og nú innan skamms heldur hópurinn á diskótek þar sem dansað verður frameftir og svo beina leið í háttinn. Íslenski hópurinn heldur svo snemma af stað heim á leið og er væntanlegur með rútu við Íþróttamiðstöðina í Laugardal á milli kl. 17 og 18 á morgun. Mynd: Íslenski hópurinn með verðlaunin sín úr frjálsíþróttakeppninni í dag. Með þeim á myndinni er frjálsíþróttaþjálfarinn í ferðinni, Egill Þór Valgeirsson. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 1. júlí 2009 21:26 |
Kappsamur dagur að baki í Svíþjóð |
Að sundmótinu loknu í dag hélt keppnin áfram í nýjum og framandi íþróttum og var keppt í rafmagnshjólastólaknattleik, bogfimi og mini-golfi. Keppnin í rafmagnshjólastólaknattleiknum var æsispennandi og þurfti vítakeppni til að útkljá sigurinn þar sem Hjörtur Már Ingvarsson skoraði sigurmark Íslands gegn Norðmönnum. Með Hirti í liði var Bjarndís Sara Breiðfjörð en þau Hjörtur og Bjarndís sýndu sannkallaðar stáltaugar í keppninni og uppskáru mikið lófatak þegar sigurinn var í höfn. Eftir mikinn keppnisdag var förinni heitið til Malarvíkur rétt utan við Eskilstuna en þar kom hópurinn saman í myndarlegri laut og grillaði ásamt því að keppa í boccia. Skemmst er frá því að segja að Ísland hafði 4-2 sigur gegn Færeyingum í boccia þar sem Ívar Egilsson fór gersamlega á kostum með kúlurnar og á ögurstundu tryggði hann Íslandi sigurinn. Sannarlega glæsilegur dagur að baki en á morgun fer fram keppni í frjálsum íþróttum en þar keppa Sigurjón Sigtryggsson, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Almar Þór Þorsteinsson. Mynd: Sunna Ósk Stefánsdóttir sýndi góða takta í bocciakeppninni í dag. Lengst til hægri er Ívar Egilsson sem tryggði Íslandi sigur gegn frændum okkar frá Færeyjum í bocciakeppninni. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 30. júní 2009 22:35 |
Heimsókn á hjólabraut og skotfimikeppni |
Að venju voru æfingar í morgun en eftir hádegi hélt keppnin áfram í nýjum og framandi íþróttum og í dag var röðin komin að skotfimi. Keppt var með loftriffla og fékk íslenski hópurinn veglegar útskýringar á íþróttinni áður en hafist var handa við að skora á skífurnar. Af sex keppnisþjóðum hafnaði Ísland í 5. sæti í skotfiminni enda er það kunn staðreynd að Íslendingar vilja lítið með skotvopn hafa. Ef það er ekki Atgeirinn hans Gunnars eða Grásíða hans Gísla þá er það ekki vopn í okkar huga! Að öllu gamni slepptu var íslenski hópurinn ansi sprækur miðað við að hafa enga reynslu í íþróttinni en það þótti lítið koma á óvart að Norðmenn hefðu unnið skotkeppnina enda margfrægir fyrir skotfimi sína. Eftir kvöldmat var haldið rétt út fyrir Eskilstuna þar sem gefur að finna mótorhjólabrautina þar sem keppnin í ,,drifti“ fór fram. Hávaðinn var mikill og vankunnátta Íslendinga á íþróttinni leyndi sér ekki en þegar keppni lauk var hópurinn orðinn sprenglærður í fræðunum. Á morgun hefst svo keppni í sundi og hefjast leikar eldsnemma eða kl. 09:00 í fyrramálið og upphitun hefst kl. 08:00. Á fimmtudag verður svo keppni í frjálsum íþróttum og á föstudag heldur hópurinn heim til Íslands og er væntanlegur í Laugardal með rútu um kl. 17:00. Sjá nýtt myndasafn frá Norræna barna- og unglingamótinu: Mynd: Breki Arnarson mundar loftriffilinn í skotkeppninni í dag. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 29. júní 2009 21:27 |
Dýragarður og framandi íþróttir í Eskilstuna |
Að vanda hófst dagurinn á æfingu, María Ólafsdóttir sundþjálfari í ferðinni, stjórnaði æfingunni af fáheyrðri röggsemi á bakkanum og sundhópurinn tók hressilega á því. Á sama tíma var frjálsíþróttahópurinn ekki langt undan í öðrum hluta bæjarins við sínar æfingar en æfingar þeirra hefjast jafnan hér í gistiaðstöðunni. Þá taka krakkarnir sér góðan tíma í að stútfylla öll þau ílát sem kló á festir af vatni enda hitinn gríðarlegur. Eftir æfingarnar var haldið í dýragarðinn góða og mátti ekki á milli sjá hvort væri vinsælla, ískrapið sem selt var í garðinum eða dýrin sjálf. Aparnir höfðu vissulega aðdráttarafl enda annáluð sjarmatröll en að heimsókn lokinni í dýragarðinn tók við skemmtilegt kvöld í gistiaðstöðunni þar sem Norðurlöndin öttu kappi í hinum ýmsu ,,íþróttum.“
Þá kom annar sigur gegn Finnum í Singstar en þar reið Ívar Egilsson á vaðið og drottnaði yfir slagarnaum Working 9 to 5 með Dolly Parton. Næst á svið var Bjarndís Sara sem söng Tainted Love og þriðja á svið var Kristín Jónsdóttir og söng hún lagði Walking on sunshine. Þegar í blindra borðtennisið var komið steig Brynjar Sigurþórsson fyrstur á stokk en mátti sætta sig við ósigur. Slíkt hið sama mátti Sigurjón Sigtryggsson en það var svo Elsa Sigvaldadóttir sem náði í einn sigur í blindraborðtennisinum en það reyndist ekki nóg og höfðu Norðmenn þar betur gegn Íslandi. Fjörugur og fjölbreyttur dagur að baki hér í Svíþjóð en á morgun er fyrirhuguð heimsókn á mótorhjólakeppni ásamt æfingum og hugsanlega verður farið í bæjarferð. Myndir: Á efri myndinni er Hafnfirðingurinn Brynjar Sigurþórsson að keppa í blindraborðtennis en á þeirri neðri eru þau Elsa Sigvaldadóttir, Ívar Egilsson og Sigurjón Sigtryggsson að virða fyrir sér mannblendinn strút í Parken Zoo. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Sunnudagur 28. júní 2009 17:29 |
Púlað í 35 stiga hita |
Eins og sönnum Íslendingum ber á sólarstað þá eru nokkrir ferðalangar sem hafa sólbrunnið en enginn alvarlega. Allir eru duglegir að bera á sig sólarvörn en á morgun er spáð 26 stiga hita og skýjuðu veðurfari á köflum. Það var svo mikið fjör á frjálsíþróttaæfingu í dag en Egill Þór Valgeirsson frjálsíþróttaþjálfari í ferðinni tók að sér að stýra öllum Norðurlandaþjóðunum á æfingunni. Vel var tekið á því og að æfingu lokinn er óhætt að segja að Egill hafi ekki verið manna vinsælastur á staðnum og margir brigsluðu hann um hreinasta púl og pyntingar. Á æfingunni eftir hádegi var Egill enn við stjórnartaumana en sú æfing var þannig úr garði gerð að Egill endurheimti allar sínar vinsældir og var æfingin fjarri því jafn erfið og í morgun. Á morgun verður nóg um að vera og fyrir utan venjubundnar æfingar er skipulögð heimsókn í nærliggjandi dýragarð þar sem einnig gefur að finna hin ýmsu tívolítæki. Mynd: Egill Þór fer fyrir hópnum á frjálsíþróttaæfingunni fyrir hádegi í dag. Krakkarnir tóku vel á því undir handleiðslu Egils. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 27. júní 2009 19:06 |
Norræna barna- og unglingamótið sett í Eskilstuna |
Íslenski hópurinn sýndi allar sínar bestu hliðar og að lokinni setningarathöfninni hófust æfingar. Sundhópurinn æfði í 50m. langri útilaug við Parken Zoo og gaf það vel en frjálsíþróttahópurinn æfði einnig í dag en hann skipa þau Ingeborg Eide Garðarsdóttir, FH, og Sigurjón Sigtryggsson, Snerpa. Egill Þór Valgeirsson, Eik, er frjálsíþróttaþjálfari í ferðinni. Íslenski hópurinn hefur á að skipa 12 sundmönnum og tveimur frjálsíþróttamönnum. Í þessum rituðu orðum er hópurinn í Munktell Arenan, þar sem hann hefur aðstöðu, og ver síðustu klukkustundum dagsins við prufur á nýjum íþróttum á borð við El Hockey sem er boltaleikur í sérsmíðuðum rafmagnshjólastólum. Á morgun halda æfingarnar áfram en einnig verður farið í skoðunarferð um bæinn. Á myndasíðu ÍF er nú hægt að nálgast snaggaralegt myndasafn frá deginum í dag en rétt eins og í gær var rjómablíða og munu vel flestir eftir því að maka á sig sólarvörninni.
Myndir: Á efri myndinni er Kristín Jónsdóttir,
Óðni, en hún bar merki Íslands á lofti í skúrðgöngunni í dag og þá var Hjörtur
Már Ingvarsson, ÍFR, fánaberi. Á neðri myndinni eru Marinó Ingi Adolfsson og
Bjarndís Sara Breiðfjörð í El Hockey bílunum. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 26. júní 2009 19:08 |
Hópurinn kominn á áfangastað í brakandi blíðu |
Ferðalagið hefur gengið ljómandi vel til þessa og aðstæður allar til fyrirmyndar í Munktell Arenan í Eskilstuna en þar eru Norðurlöndin með gisti- og mataraðstöðu. Þegar hópurinn hafði lokið við að koma sér fyrir var snæddur kvöldverður og loks farinn stuttur göngutúr í kringum nánasta umhverfi. Stefnt er að því að fara snemma í háttinn í kvöld enda langt ferðalag að baki og nóg um að vera á morgun. Framundan er svo vegleg dagskrá við æfingar, keppni og prufu á nýjum íþróttum ásamt hinum ýmsu ferðum og heimsóknum. Mynd: Margrét Kristjánsdóttir og Almar Þorsteinsson grandskoða bæjarkortið af Eskilstuna. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 25. júní 2009 15:21 |
Fyrsta sumarmótið hjá GSFÍ sunnudaginn 28. júní |
Að móti loknu fer fram verðlaunafhending í Setbergsskála og er ráðgert að hún hefjist á milli kl. 11:30 og 12:00. Mótið er opið öllum kylfingum með fötlun og fer skráning fram hjá Herði Barðdal formanni GSFÍ í síma 896 6111 eða á hordur@ehp.is Sumarmótaröð GSFÍ hefur á að skipa þremur golfmótum. Næsta mót fer fram síðla júlímánaðar og það síðasta fer fram í ágúst. Þá minnum við einnig á golfæfingar í Hraunkoti fyrir fatlaða alla miðvikudaga í sumar frá kl. 16:00-18:00. Mynd: Hörður Barðdal formaður GSFÍ. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 25. júní 2009 15:08 |
Sumarhátíð CP félagsins |
Sumarhátíð CP félagsins fer að þessu sinni fram í Reykholti í Biskupstungum helgina 3.-5. júlí næstkomandi. Boðið er uppá stæði fyrir tjaldið eða gistingu í svefnpokaplássi. Þeir sem ekki vilja gista geta keyrt á staðinn að morgni laugardags og til baka um kvöldið. Sama gamla verðið, kr 2.500.- fyrir fullorðna, 1.500.- fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngstu börnin. Tekið verður við VISA og Euro. Hoppukastali verður á svæðinu ásamt leiktækjum. Innifalið í verðinu er tjaldaðstaða eða gisting í svefnpokaplássi í Reykholtsskóla, grillaðstaða á föstudag, sund, pulsur og drykkur í hádeginu á laugardag, glæsilegur kvöldverður um kvöldið, skemmtiatriði, dans og aðgangur að dýragarðinum í Slakka. Skráið ykkur sem fyrst á http://www.cp.is eða í síma 691-8010 (Linda) endilega hafið samband ef það eru einhverjar upplýsingar sem ykkur vantar. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 1. júlí. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 18. júní 2009 10:05 |
Stjórn ÍF skiptir með sér verkum |
Varastjórn Íþróttasambands fatlaðra kjörtímabilið 2009-2011 skipa þau Jón Heiðar Jónsson, Gunnar Einar Steingrímsson og Svava Árnadóttir. Þess má geta að einn einstaklingur hefur setið í stjórn ÍF frá stofnun sambandsins en það er Ólafur Þ. Jónsson sem var meðlimur í fyrstu stjórn ÍF kjörtímabilið 1979-1982. Fyrstu stjórn ÍF skipuðu eftirfarandi: Sigurður Magnússon, formaður, Páll B. Helgason, Hörður Barðdal, Sigríður Níelsdóttir, Ólafur Þ. Jónsson, Magnús B. Einarsson, Guðbjörg Eiríksdóttir og Magnús Pálsson. Mynd: Nýir menn í stjórn, frá vinstri skal telja Gunnar Einar Steingrímsson og til hægri er Jón Heiðar Jónsson. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 16. júní 2009 14:07 |
Fjörður bikarmeistari annað árið í röð |
Í þriðja sæti hafnaði svo sveit ÍFR með 5768 stig og heimamenn í Óðni voru í fjórða og síðasta sæti með 5708 stig. Flestir fremstu sundmenn landsins úr röðum fatlaðra tóku þátt á mótinu en líka þeir sem hafa lagt sundtökin á hilluna en gerðu garðinn frægan hér í eina tíð. Í þeim hópi var m.a. sterki baksundsmaðurinn Gunnar Örn Ólafsson. Úrslitin frá mótinu má nálgast hér: http://ifsport.is/sund/Bikarmot_2009.htm Mynd: Sigurlið Fjarðar á Akureyri. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 11. júní 2009 17:07 |
Ingi Þór: Verður virkilega spennandi |
Ingi Þór Einarsson er formaður sundnefndar Íþróttasambands fatlaðra og á hann von á jöfnu og spennandi móti um helgina. ,,Fjörður vann þetta í fyrra og er sigurstranglegur í ár en hafa engu að síður misst sterka sundmenn á borð við Karen Gísladóttur, Huldu Hrönn og svo er Skúli meiddur svo það eru stórir póstar fjarverandi í Firði. Þetta verður annars virkilega spennandi keppni,“ sagði Ingi Þór sem að sjálfsögðu mun fylgjast grannt með gangi mála um helgina enda fjöldi sundmanna úr landsliðsbúðum ÍF að keppa á mótinu en öll stefna þau á þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Laugardal í október á þessu ári. Mynd: Ingi Þór Einarsson formaður sundnefndar ÍF á von á spennandi keppni um helgina. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 11. júní 2009 14:37 |
Að loknu Evrópumeistaramóti |
,,Tómas var ekki að spila sinn besta leik á þessu Evrópumeistaramóti. Hann hafði verið að standa sig mjög vel á æfingum og því batt ég ákveðnar vonir við að hann myndi stríða þessum strákum eitthvað. Tómas átti samt sinn besta leik á móti Spánverja sem hafnaði í 4. sæti á mótinu. Við fórum aðeins yfir nokkur atriði sem við munum fara með heim og reyna að byggja meira ofan á,“ sagði Helgi um frammistöðu Tómasar en hvað Jóhann varðar þá landaði hann sínum fyrsta sigri á Evrópumeistaramóti þegar hann lagði keppanda frá Slóvakíu og komst áfram í 12 manna úrslit. ,,Jóhann var pínulítið brokkgengur. Hann spilaði ágætlega við strák frá Ísrael í Opna flokknum en samt var hann eitthvað ragur við spaðann hjá mótspilaranum en samt sem áður vorum við búnir að vera að æfa mörg afbrigði af spöðum til að reyna að undirbúa það óvænta. Síðan spilaði hann ekki nógu vel á móti Ólympíumótsmeistaranum frá Frakklandi og átti ekki möguleika þar en síðan spilaði hann vel á móti Slóvaka og vann sannfærandi 3-1 og hefði alveg getað unnið hann 3-0,“ sagði Helgi en þegar í 12 manna úrslitin var komið harðnaði róðurinn til muna. ,,Strákarnir stóðu sig að öðru leyri mjög vel og voru þjóðinni og sambandinu til sóma,“ sagði Helgi Þór að lokum. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 10. júní 2009 16:10 |
Golfæfingar í aðstöðu GK fyrir hreyfihamlaða |
Allar nánari upplýsingar um golfsumarið í röðum fatlaðra er hægt að nálgast á skrifstofu ÍF í síma 514 4080 eða hjá Golfnefnd ÍF í síma 896 6111. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 10. júní 2009 15:37 |
Góður félagi fallinn frá |
Leifur var sérlega áhugasamur og fróður um það sem viðkom bogfimiíþróttinni. Ásamt félögum sínum í bogfiminefnd ÍFR byggði hann upp spennandi samstarfsverkefni á milli Íslands og Þýskalands og mikil vinátta hafði skapast á milli þeirra sem þátt tóku í þessu verkefni. Leifur Karlsson var þó fyrst og fremst maður sem gaf mikið af sér og hafði góða nærveru. Alltaf gaf hann sér tíma til að kíkja við á skrifstofu ÍF, fá sér kaffisopa og ræða málin. Hans var saknað á skrifstofunni eftir að hann flutti til Danmerkur en tengslin héldust alltaf og þegar hann kom til Íslands var alltaf tími til að kíkja við. Þakkir og söknuður eru efst í huga þegar góður félagi, liðsmaður og vinur er horfinn á braut. Íþróttasamband Fatlaðra sendir fjölskyldu hans
samúðarkveðjur |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 9. júní 2009 16:10 |
Einmuna veðurblíða á Íslandsmóti ÍF í Kópavogi |
Keppt var í 100m. hlaupi, 400m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi, spjótkasti og hástökki. Úrslit frá mótinu má nálgast hér: http://ifsport.is/frjalsar/islmot_if_2009_frjalsar_uti.pdf Myndasafn frá mótinu má nálgast hér: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=149240 |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 9. júní 2009 10:39 |
Þátttöku Íslands lokið á EM |
Jóhann Rúnar mætti sterkum spilara frá Úkraínu í 12 manna úrslitum í gærkvöldi og tapaði 3-0 í viðureigninni. Jóhann hóf viðureignina af krafti og leiddi 6-2 í fyrstu lotu en þá tók að halla undan fæti og Úkraínumaðurinn landaði öruggum sigri. Keppni í opnum flokki hófst strax í byrjun móts fyrir helgi en eins og við höfum þegar greint frá féllu þeir Tómas og Jóhann strax út í fyrstu umferð. Mynd: Tómas Björnsson, ÍFR. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 8. júní 2009 14:49 |
Jóhann kominn áfram í sitjandi flokki |
Á föstudag mætti Tómas keppanda í opnum flokki en Tómas náði sér ekki á strik og mátti sætta sig við ósigur gegn Slóvakanaum sem er keppandi í klassa 10. Helgi Þór þjálfari í ferðinni sagði að á betri degi ætti Tómas vel að geta strítt Slóvakanum en það hafðist ekki þennan föstudaginn. Jóhann Rúnar mætti spilara frá Ísrael sem er í klassa 3 og mátti líka þola ósigur en það var ekki fyrr en í oddalotunni og fór hún 8-11. "Þetta var hörkuleikur en við lögðum ekki í að spila forhöndina á þessum spilara," sagði Helgi en á laugardag fór fram setningarathöfn leikanna þar sem piltarnir fengu smá frí. Á laugardeginum varð það ljóst að Jóhann Rúnar væri í flokki með Ólympíumeistaranum frá Frakklandi og sterkum spilara frá Slóvakíu. Til þess að komast áfram varð Jóhann að vinna einn leik í riðlinum. Tómas lenti í riðli með Spánverja, Rúmena og Þjóðverja og hafði hann áður mætt öllum nema Þjóðverjanum svo þar renndu Íslendingar nokkuð blint í sjóin. Á sunnudag mætti Tómas svo keppendunum frá Rúmeníu og Þýsklandi og tapaði báðum leikjunum 3-0. Hann mætti Spánverjanum í dag en von er á úrslitum úr þeirri viðureign. Í gær mætti Jóhann Rúnar Ólympíumótsmeistaranum frá Frakklandi og beið hann 3-0 ósigur. Í dag mætti Jóhann svo slóvenska spilaranum og hafði betur og er því kominn áfram og upp úr riðlinum sínum. Nánari tíðanda af Evrópumeistaramótinu í borðtennis er að vænta síðar í dag eða á morgun. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 5. júní 2009 11:28 |
Strákarnir komnir til Ítalíu |
Nokkur vandræði urðu á farangri hópsins en hann skilaði sér á endanum og í gærdag tókst þeim félögum að ná inn tveimur æfingum. Önnur æfingin fór fram utandyra í 30 stiga hita en sú síðari fór fram í keppnishöllinni og gekk mjög vel að sögn Helga Þórs. Í dag hefst svo keppnin í opnum flokki sem er útsláttarkeppni en þar mætir Jóhann Rúnar keppanda í flokki 3 en sá kemur frá Ísrael. Tómas dróst á móti keppanda frá Slóvakíu sem er í 10. flokki. Fyrirkomulagið í opnum flokki, útsláttarkeppnin, er miskunnarlaus og því þýðir ósigur að strákarnir eru úr leik en að lokinni keppni í opnum flokki hefst keppni í lokuðum flokkum. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 2. júní 2009 15:03 |
Bætingar hjá Eyþóri í Þýskalandi |
Eyþór bætti sig nokkuð í öðrum greinum og komst í úrslit í 200m. skriðsundi þar sem hann synti á tímanum 2:26,61 mín. Í 100m. skriðsundi náði Eyþór einnig að bæta sig á tímanum 1:06,75 mín. sem er bæting um 3 sekúndur hjá honum. Á Ólympíumótinu í Peking komst Eyþór í úrslit í 400m. skriðsundi þar sem hann synti á tímanum 5:15,63 mín. en í undanrásum í því sundi setti hann persónulegt met á tímanum 5:11,54 mín. Í Þýskalandi um helgina synti Eyþór á tímanum 5:07,71 í undanrásum og var svo í úrslitum á tímanum 5:06,24 í úrslitum og bætti því besta tímann sinn um rúmar 5 sekúndur. Ekki gekk jafn vel í 100m. baksundi þar sem Eyþóri tókst ekki að bæta sig en í 50m. skriðsundinu bætti hann sig lítillega og synti á 31,65 sek. Ingi Þór Einarsson, annar tveggja landsliðsþjálfara ÍF í ferðinni, sagði í samtali við heimasíðu ÍF að Eyþór hefði lært mikið af mótinu í Þýskalandi: ,,Eyþór á mikið inni enda hefur hann æft mikið og vel undanfarið,“ sagði Ingi en var hæstánægður með bætingarnar. Mynd: Eyþór Þrastarson bætti sig töluvert um helgina í Þýskalandi. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 29. maí 2009 16:53 |
Íslandsmet hjá Eyþóri í Þýskalandi |
Í morgun keppti Eyþór í 200m. skriðsundi og komst í úrslit á tímanum 2:29,65 mín. Fregnir frá úrslitasundinu berast í kvöld eða á morgun. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 29. maí 2009 12:21 |
Sumarhátíð CP félagsins |
Boðið er uppá stæði fyrir tjaldið eða gistingu í svefnpokaplássi. Þeir sem ekki vilja gista geta keyrt á staðinn að morgni laugardags og til baka um kvöldið. Sumarhátið CP félagsins er góður vettvangur fyrir bæði börn og foreldra í félaginu. Stemningin er að venju mjög góð, á laugardeginum skella flestir sér í sundlaug sem er á svæðinu og um kvöldið er kvöldverður í boði grill og gaman. Í framhaldi af grillinu eru skemmtiatriði og diskó fyrir börn og fullorðna. Hoppukastalar og leiktæki eru á svæðinu. Innan skamms mun koma inná heimasíðu félagsins skráningarform og þarf skráning að vera búin fyrir 1.júlí. Mynd: Frá Sumarhátíð CP félagsins árið 2006 |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 28. maí 2009 12:31 |
Bikarkeppni ÍF í sundi á Akureyri laugardaginn 13. júní |
Skráningum í mótið ber að skila eigi síðar en 8. júní á póstfangið issi@islandia.is Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu ÍF í síma 514 4080 eða hjá Ástu formanni Óðins í síma 864 6403 en þegar hafa ítarupplýsingar verið sendar á aðildarfélög ÍF. Mynd: Sveit Fjarðar hafði sigur úr býtum á bikarmóti ÍF í fyrra. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 26. maí 2009 15:58 |
Góður félagi fallinn frá |
Simmi tók þátt í íþróttastarfi með íþróttafélaginu Þjóti og var virkur
þátttakandi á Íslandsmótum ÍF auk þess sem hann var valinn til þátttöku á
norrænu barna og unglingamóti og alþjóðaleikum Þakklæti er efst í huga fyrir að hafa fengið að kynnast þessum einstaka gleðigjafa. Íþróttasamband fatlaðra sendir aðstandendum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Mynd: Sigmundur Erling á Alþjóðaleikum Special Olympics á Írlandi árið 2003. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 26. maí 2009 11:41 |
Garðar og Eiríkur heiðraðir á aðalfundi ÍFR |
Íþróttasamband fatlaðra heiðraði þá Garðar Steingrímsson, varaformann ÍFR og Eirík Ólafsson, stjórnarmann ÍFR til margra ára, með silfurmerki sambandsins en merkið er veitt þeim einstaklingum sem inna af höndum skipulags- stjórnunar eða þjónustustörf í þágu íþrótta fatlaðra. Íþróttasamband fatlaðra færir félaginu hamingjuóskir sínar og óskar því heilla í framtíðinni. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 25. maí 2009 15:50 |
Gull hjá Jóhanni í Rúmeníu! |
Í einliðaleiknum komst Jóhann upp úr sínum riðli en mátti þola ósigur í 8 manna úrslitum. Mótið var alþjóðlegt punktamót og sigurinn hjá Jóhanni mikilvægur fyrir framhaldið. Næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið sem fram fer á Ítalíu dagana 3.-11. júní n.k. og sagði Jóhann í samtali við heimasíðu ÍF að hann ætlaði sér að reyna að koma á óvart í opna flokknum á Ítalíu því þar hefði hann engu að tapa. Glæstur árangur hjá Jóhanni og óskar ÍF honum innilega til hamingju. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 25. maí 2009 13:01 |
Íslandsleikar Special Olympics heppnuðust vel á KR-velli |
Grétar Sigfinnur Sigurðsson varnarjaxl úr herbúðum KR sá um upphitun og Sveinn Jónsson, fyrrverandi formaður KR setti leikana. Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ afhentu verðlaun. Í lok keppni bauð KR upp á grillaðar pylsur og gos. Á leikum Special Olympics er skipt í jafna getuflokka. 2 lið frá Ösp, 2 lið frá Nes og 1 sameiginlegt lið frá Suðra á Selfossi og Gný á Sólheimum voru skráð í flokk getumeiri liða en eitt lið frá Ösp í flokk getuminni liða. Til að gefa þessu eina liði kost á að taka þátt voru mynduð 2 lið með þátttöku ungra leikmanna frá KR og var það mjög skemmtileg tilraun. Úrslit urðu þau að Ösp 1 hlaut gullið og Ösp 2 og Nes 1 fengu silfur en
liðin urðu Myndasafn frá leikunum má finna hér: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=147542 Nánari upplýsingar um leikana veitir Guðlaugur Gunnarsson gulli@ksi.is GSM 6618183 |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 20. maí 2009 16:37 |
Ávarp Sveins Áka formanns ÍF á Sambandsþingi 2009 |
Hér fer fram í dag 14. sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra. Enn höldum við sambandsþing okkar hér á Radisson SAS, Hótel Sögu og vil ég þakka stjórnendum hótelsins fyrir að styðja við bakið á okkur og færi ég þeim bestu þakkir fyrir þeirra trygglyndi og áhuga á okkar starfi. Ástæða þess að við erum með þingið okkar í Reykjavík að þessu sinni er, fyrir utan að geta verið á þessu glæsilega hóteli, er að á morgun fagnar ÍF 30 ára afmæli og er ætlunin að gera sér dagamun af því tilefni, og munum við halda upp á afmælisdaginn í Krika, sumarhúsi Sjálfsbjargar við Vatnsenda við Elliðavatn. Eru allir þingfulltrúar boðnir velkomnir að vera með okkur og hefst samkoman kl 14:00. Síðast þegar við komum hér saman til þingstarfa vorum við full bjartsýni og
litum björtum augum til framtíðarinnar, enda spennandi verkefni fram undan. Og
öll þau verkefni gengu eftir og tók hver stórviðburðurinn við af öðrum. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 19. maí 2009 16:21 |
Íslandsmót ÍF í frjálsum þann 6. júní |
Skráningar í mótið berist á astakata@fss.is og teddik@mi.is með cc á if@isisport.is - síðasti skráningarfrestur í
mótið er 2. júní |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 18. maí 2009 16:24 |
30 ára afmælishátíðin í blíðskaparviðri við Elliðavatn |
Afmælisnefnd ÍF skipuðu þær Camilla Th. Hallgrímsson varaformaður ÍF, Svava Árnadóttir meðlimur í varastjórn ÍF, Margrét Kristjánsdóttir sem m.a. er handhaf Guðrúnarbikarsins frá árinu 2007 og Guðbjörg Eiríksdóttir fyrrverandi stjórnarmaður hjá ÍF. Er afmælisnefnd hér með þakkað innilega fyrir frábæra hátíð. Fjölmargir komu færandi hendi og má m.a. nefna að Kiwanisklúbburinn Hekla afhendi ÍF myndarlegan fjárstyrk, félögin Eik og Akur gáfu ÍF íslenska fánann, félagar frá Nord-HIF samtökunum gáfu forláta listaverk eftir unga og öfluga færeyska listakonu. Þá voru fleiri sem komu færandi hendi eða sendu skeyti og er þessum aðilum þakkað innilega fyrir sýndan hlýhug á 30 ára afmæli ÍF. Nú er hægt að nálgast myndasafn á myndasíðu ÍF frá afmælishátíðinni við
Krika: |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 18. maí 2009 15:09 |
Myndasafn: 14. Sambandsþing ÍF |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 18. maí 2009 11:43 |
Flottur árangur hjá Jóni og Ragnari í Sheffield |
Á laugardag synti Ragnar Ingi í undanrásum á tímanum 5.32,76 mín. sem var ekki nógu gott en synti svo í úrslitum á tímanum 5.19,52 mín. og hafnaði fyrir vikið í 8. sæti. Jón Margeir tvíbætti sinn besta árangur í þessu sundi, í undanrásum synti hann á tímanum 5.12,78 mín og svo í úrslitum á 5.09,80 mín. og varð í 6. sæti. Gærdagurinn, sunnudagurinn, var síðasti keppnisdagurinn hjá þeim Jóni og Ragnari. Ragnar Ingi gerði ógilt í 100m. flugsundi en synti samt undir sínum besta tíma. Þá synti hann 50m. skriðsund á tímanum 30,06 sek. og í B-úrslitum synti hann á 29,81 sek. sem er við hans besta árangur. Jón Margeir Sverrisson bætti sig í 100m. flugsundi í gær er hann synti á tímanum 1.15.12 mín. og varð tíundi inn í A-úrslitin. Jón var síðar skráður úr A-úrslitunum til að einbeita sér að 50m. skriðsundskeppninni þar sem hann kom í mark í undanrásum á tímanum 29,34 sek. Í A-úrslitunum í skriðsundinu bætti hann sig svo er hann kom í mark á tímanum 28,91 sek. og hafnaði í 8. sæti í sínum flokki. Íslenski hópurinn getur vel unað við árangurinn í Sheffield en hópurinn er væntanlegur heim til Íslands síðar í dag. Mynd: Jón Margeir Sverrisson í miðju
flugsundstaki. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 16. maí 2009 16:55 |
Ný stjórn Íþróttasambands fatlaðra |
Tillaga uppstillingarnefndar var svohljóðandi; Formaður uppstillingarnefndar sagði frá því að eitt framboð til viðbótar
hefði borist. Það var framboð Arnórs Péturssonar í stöðu varaformanns.
Nýja stjórn ÍF kjörtímabilið 2009-2011 skipa: Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður
Myndir: Á efri myndinni sést fjöldi þinggesta á Radisson SAS Hóteli Sögu í dag og á þeirri neðri eru nýkjörnir meðlimir í varastjórn ÍF, þeir Gunnar Einar Steingrímsson t.v. og Jón Heiðar Jónsson t.h. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 16. maí 2009 13:01 |
Jón og Ragnar byrja vel í Sheffield |
Keppni hófst í gær þar sem Jón Margeir tvíbætti tímann sinn í 200m fjórsundi, fór í A-úrslit og lenti í 5.sæti á tímanum 2.45,74 mín. Ragnar synti svo 100m bak í B-úrslitum og bætti tímann sínn um rúma sekúndu, synti á 1.23,68 mín. Drengirnir syntu svo báðir í B-úrslitum í 100m skriði, Ragnar bætti sig er hann synti á tímanum 1.07,13 og Jón var alveg við sinn besta tíma á 1.05,63. Nánari fréttir af hópnum verða birtar um leið og þær berast. Mynd: Félagarnir Ragnar og Jón Margeir í lauginni í
Sheffield. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Laugardagur 16. maí 2009 12:45 |
14. Sambandsþing ÍF sett á Radisson SAS Hótel Sögu |
Áætluð þingslit í dag eru á milli 17 og 18 en nánar verður greint frá þinginu síðar í dag eða á morgun. Hér að neðan má sjá þá íþróttamenn sem heiðraðir voru við þingsetninguna í
morgun. Þeir íþróttamenn sem ekki áttu þess kost að mæta við athöfnina geta sótt
heiðursverðlaun sín á skrifstofu ÍF alla virka daga á skrifstofutíma. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 14. maí 2009 12:58 |
30 ára afmælisveisla ÍF |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 12. maí 2009 17:19 |
Lífleg helgi framundan hjá ÍF |
Þeir sem þess óska geta fengið sent til sín í tölvupósti leiðarlýsingu um hvernig komast skuli í Krika sem er sumarhús Sjálfsbjargar við Elliðavatn. Dagskrá sambandsþingsins og afmælishátíðarinnar Föstudagur 15. maí-Radisson SAS Hótel Saga - Princeton salur 2. hæð,
norðanverðu Laugardagur 16. maí - Radisson SAS Hótel Saga - Harvard II, 2. hæð,
norðanverðu Sunnudagur 17. maí - Kriki |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 11. maí 2009 12:57 |
Íslandsleikar SO í knattspyrnu sunnudaginn 24. maí |
Keppni hefst kl. 13.00 á íþróttasvæði KR. Yfirleitt tekur keppni 2 tíma en það fer eftir þátttöku. Stefnt er að keppni fari fram utanhúss en ef veður verður slæmt er gert ráð fyrir möguleika á innanhússkeppni. Keppt verður eins og áður í tveimur flokkum, getumeiri og getuminni. Skila þarf skráningum á if@isisport.is fyrir þriðjudaginn 19. maí. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 5. maí 2009 19:37 |
Asparmótið í sundi |
Skráningum er hægt að skila á imaggy@visir.is fram til hádegis miðvikudaginn
6. maí. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 4. maí 2009 16:22 |
Ganga og gaman í vor |
Allar göngurnar eru á laugardögum kl. 13.00 frá Bjarkarási í Stjörnugróf.
Gangan 9. maí er næsta ganga en þá verður gengið svolítið lengra og ekki hafðar neinar veitingar á eftir þannig að hafið með ykkur vatn í brúsa. Síðasta gangan verður 23. maí, þá verður sest niður eftir gönguna og rætt um hvernig við ætlum að halda áfram að hreyfa okkur í sumar og hvort við byrjum ekki aftur með gönguhópinn í haust. Við hvetjum alla til að koma með í þær göngur sem eftir eru. Bjóðið líka foreldrum ykkar, vinum, starfsfólki og öðrum með í gönguna. Því fleiri því skemmtilegra. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 29. apríl 2009 11:31 |
Átta fatlaðir skíðamenn á Andrésar Andar leikunum |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 28. apríl 2009 17:07 |
Pálmi með Íslandsmet í bikarkeppni SSÍ |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 28. apríl 2009 11:30 |
Fatlanir barna: Ný þekking - ný viðhorf |
Árleg vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin á Grand hóteli 14. og 15. maí n.k. Titillinn að þessu sinni verður: Fatlanir barna: Ný þekking - ný viðhorf. Auk almennrar dagskrár verða kynningar á nýjum íslenskum rannsóknum og
þróunarverkefnum á sviði fatlana barna, bæði í stuttum erindum í ráðstefnusal og
á veggspjöldum í anddyri. Einnig munu nokkur fyrirtæki kynna vörur og þjónustu.
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 27. apríl 2009 11:16 |
Aðalfundur Íþróttafélagsins Aspar 2009 |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 27. apríl 2009 11:08 |
Níunda knattspyrnuvika Special Olympics |
Dagana 25. apríl til 3. maí verður knattspyrnuvika Special Olympics haldin, sem hefur það að markmiði að styðja við og auka knattspyrnuiðkun þroskaheftra, og er þetta í 9. sinn sem þessi knattspyrnuvika er haldin. Knattspyrnuvikan nýtur öflugs stuðnings UEFA og er jafnan einn af hápunktum hvers árs hjá Special Olympics. Áætlað er að um 50.000 leikmenn í 45 löndum taki þátt í knattspyrnuvikunni, og á meðal þeirra eru leikmenn hér á landi. Stefnt er að þátttöku þroskaheftra einstaklinga í knattspyrnu í félagi við leikmenn sem ekki eru þroskaheftir (Unified Football). Þannig munu þroskaheftir leikmenn og leikmenn sem ekki eru þroskaheftir leika saman í liði. Markmiðið er að breiða út almennan áhuga þroskaheftra á íþróttinni og að vinna gegn fordómum. Settur verður upp stuttur sýningarleikur í hálfleik í úrslitaleik Lengjubikars karla, sem fram fer í Kórnum föstudaginn 1. maí. Þar verður leikið í blönduðum liðum, þ.e. þroskaheftir saman í liði með leikmönnum sem ekki eru þroskaheftir. Þess má geta að KR og ÍA hófu í vetur að bjóða upp á æfingar þar sem þessir hópar leikmanna leika saman og hefur það verkefni byrjað mjög vel. Nánar á vefsíðu Special Olympics |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 22. apríl 2009 17:19 |
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi á Íslandi í október 2009 |
Á blaðamannafundi ÍF miðvikudaginn 22. apríl sagði Sveinn Áki Lúðvíksson
formaður ÍF það ánægjulegt hve margir keppendur væru skráðir til leiks og sagði
það sérstakt fagnaðarerindi að þroskaheftir sundmenn yrðu með á mótinu. Síðan á
Ólympíumóti fatlaðra í Sydney árið 2000 hafa þroskaheftir íþróttamenn ekki
fengið að taka þátt í mótum á vegum Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC).
Sökum svindlmáls sem komst upp um í herbúðum Spánverja var þroskaheftum meinaður
aðgangur að mótum IPC en nú í fyrsta sinn síðan árið 2000 verður breyting þar á.
Evrópumeistaramótið á Íslandi verður fyrsta skrefið í því að innleiða að nýju
þroskahefta íþróttamenn inn í mótahald IPC. Samnorræn samstaða hefur verið allar
götur síðan 2000 um að hafa þroskahefta íþróttamenn áfram á mótum IPC en það
hefur ekki tekist fyrr en nú og því hefur mikill áfangasigur verið unninn í
þessum málefnum. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 22. apríl 2009 10:59 |
Sólheimaleikhúsið kynnir: Skógarheimar Sólheima |
Leikritið er eftir Magnús J. Magnússon og skrifaði hann það fyrir Leikhópinn
Lopa sem frumsýndi verkið árið 2006. Leikritið heitir upprunalega Skógarlíf en
við fengum |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 20. apríl 2009 17:44 |
Sundmót Ármanns |
Keppendur frá Íþróttasambandi fatlaðra tóku þátt í sundmóti Ármanns sem fram fór í Laugardalslaug 18. – 19. apríl sl. og var árangur þeirra glæsilegur en 7 Íslandsmet féllu á mótinu í flokkum fatlaðra. Eyþór Þrastarson í flokki S11,(blindir) setti sitt fyrstu Íslandsmet um helgina. Birkir Rúnar Gunnarsson átti metin og voru þau frá árunum 1995 og 1996. Íslandsmet í 25m braut, sem voru sett um helgina:
Eyþór Þrastarson, Ægir / ÍFR S11 200 frjáls aðferð 2:26,73 18/04/09 Pálmi Guðlaugsson, Fjölnir/Fjörður S6 100 fjórsund 1:49,63 18/04/09 Eyþór Þrastarson, Ægir / ÍFR S11 400 frjáls aðferð 5:08,59 19/04/09 Pálmi Guðlaugsson, Fjölnir/Fjörður S6 100 flugsund 1:39,72 19/04/09 Pálmi Guðlaugsson, Fjölnir/Fjörður S6 100 frjáls aðferð 1:24,59 19/04/09 Hjörtur Már Ingvarsson, ÍFR S5 50 frjáls aðferð 0:54,99 19/04/09 Hjörtur Már Ingvarsson, ÍFR S5 100 frjáls aðferð 1:56,18 19/04/09 |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 16. apríl 2009 10:51 |
Sambandsþing ÍF 2009 |
Gróf drög að dagskrá þingsins eru eftirfarandi: Föstudagur 15. maí: Laugardagur 16. maí: Við minnum á að skiladagur á málefnum inn á þing er í dag, fimmtudaginn 16. apríl! Gögn skilist á if@isisport.is Sunnudaginn 17. maí er svo 30 ára afmælisdagur ÍF þar sem boðið verður til afmælisfagnaðar í Krika við Elliðavatn. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu ÍF í síma 514 4080 eða á if@isisport.is |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 15. apríl 2009 16:55 |
Alþjóðlegt hjólastólarallý |
•Stjörnuflokkur, þekktir einstaklingar munu reyna sig í sprettrallý á
handstólum. Glæsilegir vinningar í boði fyrir alla flokka. Rallýið er hluti af dagskrá Alþjóðlegs dags MND félaga. Skráning fer fram hjá Gauja í S. 823 7270 og gudjon@mnd.is Lokaskráning fyrir 1. júní 2009 |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 15. apríl 2009 14:55 |
Kynning á sundvesti sem hentar mjög vel fyrir fjölfatlaða |
Á myndunum má sjá vesti sem, foreldrar fjölfatlaðs drengs á Húsavík keyptu fyrir son sinn. Sundferðir eru reglulegur þáttur í daglegu lífi fjölskyldunnar en mikil vinna fylgir því að fara með fjölfatlað barn í sund eins og þeir vita sem til þekkja. Með tilkomu þessa vestis þarf lágmarksaðstoð í vatninu og fjölskyldan öll getur slakað á saman.
Vestið var sérpantað af Á.Óskarssyni. Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um vestið geta haft samband
við Erlu Sigurðardóttur í síma 8672669. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 14. apríl 2009 11:29 |
Verjum velferðina: Hvað er framundan? |
Sjötti og síðasti fundurinn í fundaröðinni "Verjum velferðina" sem haldinn er af Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp í aðdraganda Alþingiskosninga 2009. Forsvarsmenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu í Alþingiskosningunum þann 25. apríl svara spurningunni: Hvernig ætlar þinn flokkur að verja velferðina? Frummælendur á fundinum verða:
Pallborðsumræður að loknum framsögum. Fundurinn er öllum opinn! Mynd: Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og
formaður Samfylkingarinnar verður á mælendaskrá annað
kvöld. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 8. apríl 2009 16:06 |
KR umsjónaraðili Íslandsleika SO í knattspyrnu 24. maí 2009 |
Nánari tímasetning og skráningarblöð send út síðar. Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur K. Gunnarsson, KSÍ |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 6. apríl 2009 11:05 |
Hópurinn klár fyrir Norræna barna- og unglingamótið |
Keppnisíþróttir mótsins eru sund, frjálsar íþróttir og borðtennis. ÍF sendir 12 keppendur í sundi á mótið og 2 í frjálsum íþróttum en að þessu sinni keppir enginn í borðtennis. Hópurinn sem fer út er eftirfarandi: Ingeborg Eide Garðarsdóttir, FH Nánari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á skrifstofu ÍF í síma 514 4080. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 2. apríl 2009 15:53 |
Hængsmótið á Akureyri |
Dagana 1.-2. maí næstkomandi fer 27. Hængsmótið fram á Akureyri. Mótið fer fram í Íþróttahöllinni fyrir Norðan þar sem keppt verður í boccia, einstaklings- og sveitakeppni, borðtennis sem og lyftingum ef næg þátttaka næst. Stefnt er að því að mótið verði sett kl.13.00 og keppni ljúki seinnipart á laugardeginum. Um kvöldið, væntanlega um kl. 19.00 verður síðan mjög veglegt lokahóf að vanda með veislumat, lifandi tónlist og ýmsum glæsilegum uppákomum. Miðaverð er áætlað um 4.500,- kr. á mann. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 1. apríl 2009 16:43 |
Ganga og gaman: Gönguhópurinn hittist næst 18. apríl |
Næsta ganga verður laugardaginn 18. apríl, frá Bjarkarási. Reiknað er með að stafgöngustafir verði í boði fyrir þá sem vilja. Í maí verða göngur frá Bjarkarási laugardagana 9. og 23. maí Allir þeir sem áhuga hafa eru velkomnir að að mæta og taka með sér
fjölskyldu, vini og kunningja. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 1. apríl 2009 16:14 |
Flokkur fyrir fatlaða á Andrésar Andarleikunum 2009 |
Þeir sem óska eftir því að fá lánaða sleða þurfa að leita eftir því en sleðar eru til staðar í Hlíðarfjalli, Bláfjöllum og einnig á Austurlandi og Vestfjörðum. Nánari upplýsingar um leikana má sjá á www.skidi.is Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málið eru hvattir til þess að hafa
samband við Alla í síma 8408191 / netfang; fjah@simnet.is |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 31. mars 2009 14:55 |
Viðbygging við íþróttahús ÍFR vígð að Hátúni 14 í Reykjavík |
Boðað var til móttöku þar sem flutt voru ávörp og ný aðstaða kynnt. Júlíus Arnarson, formaður ÍFR bauð gesti velkomna og kynnti dagskrá. Arnór Pétursson formaður bygginganefndar ÍFR rakti sögu hússins og sjá má
ræðu hans Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir og Borgarstjóri Reykjavíkur, Hanna Birna Kristjánsdóttir ávörpuðu gesti. Júlíus Arnarson, formaður ÍF og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands afhentu Sigurði Magnússyni, heiðurfélaga ÍF og frumkvöðli að íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi sérstakan heiðursskjöld í tilefni þess að hann var valinn heiðursfélagi ÍFR. Hann er fyrsti heiðursfélagi ÍFR. Formaður ÍFR staðfesti að ÍFR hefði hlotið styrk frá ÖBÍ í tilefni dagsins og gjafabréf frá ÍF þar sem fram kom að ÍF mun styrkja kaup á lyftingabekk sem hentar fyrir hreyfihamlaða. Í lok dagskrár var fólki boðið að fá veitingar og að skoða nýju aðstöðuna þar sem margir prófuðu glæsileg lyftinga- og þjálfunartæki sem aðgengileg eru fyrir fólk í hjólastólum Íþróttasamband Fatlaðra óskar ÍFR innilega til hamingju með þennan mikilvæga áfanga. Myndasafn frá opnun viðbyggingarinnar: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=141068 |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 31. mars 2009 14:37 |
Kennsla fyrir fatlaða sem áhuga hafa á köfun |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 31. mars 2009 12:56 |
Myndasafn: Íslandsmót ÍF í borðtennis |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 31. mars 2009 12:01 |
11 Íslandsmet í Ásvallalaug |
Hjörtur Már Ingvarsson,
S5-100 frjáls aðferð-1:58,57-ÍFR ÍFR-kvk
max34 4*50 skrið-4:34,26-(Boðsund, sveit íFR
kvenna) ÍFR-kk
max 34 4*50 skrið-3:22,39- (Boðsund, sveit ÍFR
karla) Einnig var veittur bikar til þess félags sem átti besta kvattningarliðið og vann Íþróttafélagið Fjörður hvatningarbikarinn. Mynd: Liðsmenn úr Firði með klappbikarinn
2009. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 30. mars 2009 10:44 |
ÍF og Rúmfatalagerinn framlengdu til fjögurra ára |
Við mótssetningu Íslandsmótanna um þarsíðustu helgi undirrituðu Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins samninginn og var Frú Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar vottur að undirrituninni. Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins sagði við þetta tækifæri
að allir sem fylgdust með íþróttum fatlaðra gerðu sér grein fyrir að samkeppnin
þar yrði sífellt meiri og keppni þeirra á milli engu minni en á stórmótum
ófatlaðra íþróttamanna. Vonandi Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF sagði eftir undirritunina að fyrir
tilstuðlan þessa samnings við Rúmfatalagerinn teldi Íþróttasamband fatlaðra sig
geta að veitt afreksfólki sínu þann stuðning sem það þarf á að halda til þess að
geta byggt sig upp fyrir stórátök á íþróttasviðnu fram yfir Ólympíumótið í
London 2012. Þá gat Sveinn Áki þess jafnframt að Rúmfatalagerinn hafi um
áratugaskeið verið aðalstyrktaraðili sambandsins og að gott væri til þess að
vita að þetta öfluga fyrirtæki geti sent út jákvæð skilaboð í þjóðfélagið í því
efnahagsástandi sem nú ríkir. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Sunnudagur 29. mars 2009 00:53 |
Úrslit frá Íslandsmótinu í borðtennis |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 26. mars 2009 14:43 |
Íslandsmót ÍF í borðtennis á laugardag í TBR húsinu |
Keppni hefst á laugardeginum kl. 10:30 og lýkur um kl. 14:00. Þetta er í
fyrsta sinn sem ÍF stendur að Íslandsmóti í TBR húsinu sem jafnan er þekkt sem
höfuðvígi borðtennisíþróttarinnar á Íslandi. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 25. mars 2009 12:17 |
Olís styrkir Norræna barna- og unglingamótið |
Auk þessa býðst aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra aðgangur að ýmsum
þeim tilboðum og fríðindum Olís sem hefur upp á að bjóða s.s. Olískortum,
fríðindakorti sem hægt er að sækja um á www.olis.is Íþróttasamband Fatlaðra hefur lagt metnað sin í að eignast íþróttamenn í fremstu röð sem séu landi og þjóð til sóma og vill Olís með samningi þessum renna styrkari stoðum undir starfssemi Íþróttasambands Fatlaðra. Myndatexti: Camilla Th Hallgrímsson, varaformaður Íþróttasambands fatlaðra og Sigurður K. Pálsson, markaðsstjóri Olís við undirritun samningsins. Nánari upplýsingar veitir: |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 25. mars 2009 10:01 |
Myndasafn frá bocciakeppninni |
Sveit B frá Suðra sigarði í 2. deild og ÍFR (sveit F) hafði sigur í 3. deild. Í rennuflokki var það blönduð sveit Ívars sem sigraði og í flokki BC 1 – 4 var það blönduð sveit Þjótar sem bar sigur úr býtum. Sigurvegarar síðustu ára í sveitakeppni í boccia í 1. deild: 2009: ÍFR Hægt er að sjá myndasafn frá keppninni í boccia inni á myndasíðu ÍF www.123.is/if eða með því að smella á tengilinn
hér að neðan: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=140567
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 23. mars 2009 16:30 |
Úrslit Íslandsmóta ÍF: Rúmfatalagerinn áfram einn helsti bakhjarlinn |
Við mótssetningu Íslandsmóta ÍF um síðustu helgi undirrituðu Íþróttasamband fatlaðra og Rúmfatalagerinn áframhaldandi samstarfs- og styrktarsamning. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins undirrituðu samninginn og var Frú Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar vottur að undirrituninni. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára og sagði Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF við mótssetninguna að Rúmfatalagerinn hafi um áratugaskeið verið aðalstyrktaraðili sambandsins og að gott væri til þess að vita að þetta öfluga fyrirtæki geti sent út jákvæð skilaboð í þjóðfélagið í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Úrslit mótanna: |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 23. mars 2009 12:16 |
Myndasafn frá lokahófi ÍF |
Að vanda var vel mætt á lokahófið þar sem dýrindis matur var borinn á borð og að borðhaldi loknu léku Sigga Beinteins og Grétar Örvars fyrir dansi fram á miðnætti þar sem allir tóku hressilega á því á dansgólfinu. Myndasafn frá lokahófinu má sjá inni á myndasíðu ÍF eða með því að smella á
tengilinn: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=140383
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Sunnudagur 22. mars 2009 15:20 |
Myndasafn: Hrikaleg átök í lyftingakeppninni |
Hægt er að sjá svipmyndir frá lyftingamótinu inni á myndasíðu ÍF eða með því að smella á tengilinn: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=140239 |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Sunnudagur 22. mars 2009 12:06 |
Íslandsmót ÍF: Lokaspretturinn hafinn |
Sundkeppnin fer fram í Ásvallalaug og hófst síðari keppnisdagurinn kl. 10:00 í morgun og í þessum rituðu orðum er síðari keppnisdagurinn í boccia að hefjast í Laugardalshöll. Keppni í bogfimi lýkur svo kl. 15:00 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Tilþrif gærdagsins eins og áður greinir átti Þorsteinn Magnús Sölvason í lyftingakeppninni þegar hann pumpaði upp 150 kg. í bekkpressu og setti fyrir vikið nýtt Íslandsmet. Þá var þetta þyngsta bekkpressulyfta sem íslenskur keppandi með fötlun hefur lyft! Glæstur árangur hjá Þorsteini sem stefnir ótrauður að því að vinna sér sæti á Ólympíumóti fatlaðara í London árið 2012. Þess má svo geta að lokahóf Íslandsmóts ÍF fer fram í Gullhömrum í Grafarholti í kvöld og verður húsið opnað kl. 18:00 þar sem Sigga Beinteins og Grétar Örvars munu leika fyrir dansi fram á miðnætti. Meira síðar... |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 18. mars 2009 13:05 |
Skráning hafin í Sumarbúðir ÍF 2009 |
Nánari upplýsingar um Sumarbúðirnar má finna hér. Skráningareyðublað fyrir Sumarbúðirnar má finna hér. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 18. mars 2009 12:31 |
Lokahóf Íslandsmótsins í Gullhömrum í Grafarholti |
Að lokinni venjulegri dagskrá á lokahófinu munu Sigga Beinteins og Grétar
Örvars leika fyrir dansi fram á miðnætti. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 16. mars 2009 16:54 |
Skemmtileg stafgöngukennsla laugardaginn 14. mars |
Fyrsta gangan var 17. janúar og var vel mætt. Önnur ganga var laugardaginn 14. febrúar. Fyrstu tvær göngurnar hófust við skrifstofu Þroskahjálpar Háaleitisbraut en þriðja gangan þann 14. mars hófst við Bjarkarás. Þrátt fyrir leiðindaveður mætti góður hópur sem fékk leiðsögn í stafgöngu undir stjórn Jónu Hildar Bjarnadóttur. Allir fengu lánaða göngustafi og kennsla fór fram við Bjarkarás þar sem farið vary fir helstu atriði. Í kjölfarið var farið í gönguferð og hópurinn skemmti sér mjög vel við að læra stafgöngu sem er orðin mjög vinsæl á Íslandi. Í lok göngu voru gerðar teygjuæfingar og síðan var farið í Bjarkarás þar sem boðið var upp á ávexti. Einnig var þar kynnt forrit ÍSÍ sem gerir öllum kleift að skrá sig í Lífshlaupið. Stofnaður var hópurinn ,,Ganga og gaman“ og stefnt er að því að skrá þátttakendur í Lífshlaupið. Næsta ganga verður um miðjan apríl, kynnt nánar síðar. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 13. mars 2009 10:16 |
Tímaseðill Íslandsmóts ÍF 20. - 22. mars 2009 |
Íslandsmót ÍF fara fram helgina 20.-22. mars næstkomandi í Laugardalshöll og í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hér meðfylgjandi er tímaseðill Íslandsmótsins. boccia - bogfimi - frjálsar íþróttir - lyftingar - sund Föstudagur 20 mars: |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 9. mars 2009 12:41 |
Jóhann sigraði í 1. flokki ófatlaðra |
„Maður hefur verið að berjast við þetta í nokkur ár, ein tíu, og aldrei náð svona langt í þessu hér heima hjá ófötluðum. Mér gekk vel í úrslitaleiknum við Hlöðver Hlöðversson úr KR. Ég hafði nokkra yfirburði og vann 3:1,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið en nánar má lesa um afrek Jóhanns um helgina í blaði Moggans í dag. Jóhann lék einnig gríðarvel í undanúrslitum mótsins um helgina þar sem hann vann Jóhannes Tómasson úr KR 3-2 eftir að hafa sigrað oddalotuna 11-9. Mótið var síðasta keppni Jóhanns áður en hann heldur til Ungverjalands dagana 19.-23. mars næstkomandi þar sem hann tekur þátt í opna ungverska borðtennismótinu sem er 20 punkta mót. Þaðan liggur leiðin næst til Slóvakíu þann 21. apríl en það mót verður 40 punkta mót. Allt er þetta liður í undirbúningi Jóhanns sem ætlar sér að komast á Ólympíumót fatlaðra í London árið 2012. Þá er það einnig á dagskrá hjá Jóhanni að komast á heimsmeistaramótið í Kóreu
á næsta ári. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 5. mars 2009 15:40 |
Ganga og gaman þann 14. mars |
Þriðja gangan verður laugardaginn 14. mars og verður gengið frá Bjarkarási. Mæting er við Bjarkarás kl. 13.00, ganga hefst kl. 13.30. Jóna Hildur Bjarnadóttir, verður með stafgöngukennslu fyrir þátttakendur. Þátttaka hefur verið mjög góð og allir hafa skemmt sér vel. Allir velkomnir |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 27. febrúar 2009 17:23 |
Framfaraspor segir Sveinn Áki um nýjan samning ÍF og RÍH |
Samstarfsamningurinn er til þess ætlaður að meistaranemar við Háskóla Íslands geti unnið meistaraverkefni sín á sviði íþrótta, hreyfigetu og heilsu fatlaðra. Gagnaöflun og gagnavinnsla verkefnisins mun fara fram á RÍH en ÍF styrkir verkefni fjárhagslega og aðstoðar rannsakendur við að komast í samband íþróttafólk með fötlun. Íþróttasamband fatlaðra gerir væntingar um að rannsóknir á þessu sviði stuðli að framförum á afrekssviði hjá íþróttafólki með fötlun. ,,Við hjá ÍF teljum verkefnið mikið framfaraspor og erum þess fullviss að þetta muni skila sér í fleiri afreksmönnum í íþróttum fatlaðra," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra við undirritun samningsins. Mynd: Samstarfssamninginn undirrituðu frá vinstri, Ingi
Þór Einarsson aðjunkt, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Sigurbjörn Árni
Arngrímsson dósent í íþróttafræðum við íþróttafræðasetur Háskóla Íslands.
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 27. febrúar 2009 15:48 |
Æfingabúðir í sundi um helgina: Athyglisverðir fyrirlestrar |
Fyrstu æfingabúðirnar á þessu ári fóru fram helgina 30. janúar – 1. febrúar og gáfu þær góða raun þar sem 23 sundmenn frá fimm aðildarfélögum ÍF voru boðuð á æfingarnar. Tveir athyglisverðir fyrirlestrar verða haldnir í æfingabúðunum um helgina og fara þeir fram á laugardeginum í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (sama hús og skrifstofur ÍF eru staðsettar). Á laugardeginum frá kl. 13:15-14:14 mun hópeflismaðurinn Brian Marshall vera með fyrirlestur um liðsanda (team spirit) og kl. 14:15-15:15 mun næringarfræðingurinn Klemenz Sæmundsson halda fyrirlestur um næringu íþróttamanna. Íþróttafólk úr röðum aðildarfélaga ÍF er boðið velkomið á fyrirlesturinn. Nánari upplýsingar um æfingabúðir ÍF í sundi veita Kristín Guðmundsdóttir krigu@simnet.is og Ingigerður Stefánsdóttir imaggy@visir.is |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 27. febrúar 2009 15:13 |
Erna á fullu við æfingar í Colorado |
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 26. febrúar 2009 12:07 |
Ásta Ragnheiður bauð Katrínu í bolludagskaffi |
Eins og kunnugt er var árangur Katrínar á leikunum glæsilegur en hún lenti í 5. sæti í sínum flokki. Þá er þrautsegja Katrínar við æfingar ekki síður eftirtektarverð en hún hefur æft listhlaup á skautum undir leiðsögn Helgu Olsen í fjögur ár hjá skautafélaginu Birninum. Ráðherra afhenti Katrínu Guðrúnu ljósmyndabók, óskaði henni hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur og sagði að „Katrín hefði verið landi og þjóð til sóma og staðið vel undir því álagi sem óneitanlega fylgdi því að vera eini íslenski keppandinn á svona stórum íþróttaviðburði. Frammistaða Katrínar sýni hversu mikilvægt það sé að styðja við það frábæra starf sem unnið er hjá Íþróttasambandi fatlaðra.“ Á leikunum Special Olympics er skipt í hópa þannig að þátttakendur keppa við jafningja sína. Aðalmarkmiðið er að allir eigi jafna möguleika hvar sem þeir standa og þannig er byggð upp virðing fyrir öllum þátttakendum, hvar í flokki sem þeir standa. Mynd: Vel fór á með Katrínu og Ástu Ragnheiði félags- og
tryggingamálaráðherra. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 24. febrúar 2009 14:40 |
Katrín vakti athygli Vestanhafs |
Hér að neðan fylgir tengill á frétt þar sem rætt er við Katrínu er hún undirbýr sig fyrir dansinn á ísnum og þá er einnig rætt við Helgu Olsen þjálfara Katrínar sem og Tryggva föður Katrínar en foreldrar hennar létu sig ekki vanta til Idaho á þennan stórviðburð. Fréttin hjá KTVB Idaho News: http://www.ktvb.com/video/index.html?nvid=331627
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 23. febrúar 2009 15:13 |
Oscar Pistorius ætti að ná sér að fullu eftir bátsslys |
Pistorius sem er einn sigursælasti hlauparinn í flokki fatlaðra var í bátsferð með vini sínum nálægt Jóhannesarborg á laugardag á ánni Vaal þegar hann lenti í slysi en sögum ber ekki saman um hvernig slysið orsakaðist nákvæmlega. Hann gekkst svo undir aðgerð á sunnudag á spítala í Jóhannesarborg. „Heilinn í honum starfar eðlilega eftir slysið,“ sagði Anchen Laubcher, læknirinn sem meðhöndlaði Pistorius eftir slysið en hann skaddaðist mest á höfði. Lesa nánar um málið hjá MBL.IS: http://mbl.is/mm/sport/frettir/2009/02/23/hlaupagarpurinn_oscar_pistorius_aetti_ad_na_ser_ad_/ Mynd: Oscar Pistorius á spjalli við Adolf Inga
Erlingsson íþróttafréttamann hjá RÚV á kynningarfundi Össurar í Peking 2008.
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 20. febrúar 2009 17:03 |
Björn og Sigurlaug afhentu ÍF myndarlegt filmusafn |
Hjónin afhentu Camillu Th. Hallgrímsson varaformanni ÍF filmusafnið á heimili sínu í Garðabæ síðastliðinn þriðjudag. Filmusafnið verður ÍF til frjálsra afnota á allan hátt er við kemur starfi sambandsins. Hjónin Björn og Sigurlaug gáfu filmusafnið fyrir sína hönd og Hraðmynda en Björn var m.a. eigandi og starfsmaður hraðmynda um áratugaskeið. ÍF vill koma á framfæri innilegu þakklæti til handa Birni, Sigurlaugu og Hraðmyndum fyrir þetta glæsta framtak.
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 20. febrúar 2009 12:43 |
Anna Kristín íþróttakona Seltjarnarness annað árið í röð! |
Á heimasíðunni www.seltjarnarnes.is segir eftirfarandi um Önnu: Anna Kristín Jensdóttir hefur æft sund hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík frá 8 ára aldri og hefur verið með yfir 90% æfingasókn frá upphafi. Hún hefur tekið hröðum framförum í sundíþróttinni og unnið til fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis. Árið 2007 var viðburðaríkt og gott ár hjá Önnu og setti hún fjölda Íslandsmeta ásamt því að vinna sér inn Íslandsmeistaratitla. Þá má geta þess að Anna á eitt Norðurlandamet. Á árinu 2008 bætti hún Íslandsmetið í 100 m bringusundi þrívegis og í 50 metra bringusundi tvívegis. Hún á nú Íslandsmetin í 100 m bringusundi í 25 metra braut og í 50 metra braut og í 50 metra bringusundi í 25 metra laug í sínum fötlunarflokki. Árangur hennar í 100 metra bringusundi í hennar fötlunarflokki skipar henna sess meðal tuttugu og fimm bestu sundkappa heims. Anna er nú í úrvalshópi landsliðsnefndar vegna þátttöku í Ólympíuleikunum 2012. Anna Kristín hefur lagt afar hart að sér við æfingar og keppni auk þess að vera góð fyrirmynd ungra og upprennandi íþróttamanna. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 18. febrúar 2009 12:50 |
Vel heppnað námskeið í Hlíðarfjalli |
Hreyfihamlaðir þátttakendur fengu sérhannaða skíðasleða til afnota og gátu valið um sleða með tveimur eða einu skíði. Þrír þátttakendur komu frá endurhæfingardeild Grensás þar sem þeir hafa notið endurhæfingar eftir slys. Aðalleiðbeinandi var Beth Fox, forsvarsmaður NSCD í Winter Park (National Sport Center for disabled). Auk hennar var leiðbeinandi Herbert Wintel frá Þýskalandi og kona hans Hannelore. Herbert er fatlaður skiðamaður sem hefur byggt upp vetraríþróttir fyrir fötluð börn og unglinga í Þýskalandi og hefur m.a. þjálfað Breka Arnarsson, ungan og efnilegan skíðamann sem bjó erlendis en er nú aftur komin til Akureyrar.
Námskeiðið gekk mjög vel og allir þátttakendur tóku virkan þátt í dagskránni með aðstoð leiðbeinenda og aðstoðarfólks. Alls var hópur fatlaðra þátttakenda, aðstandenda, leiðbeinenda og aðstoðarfólks um 60 manns. Þátttakendur komu frá Reykjavík og nágrenni, Selfossi, Akureyri, Ísafirði, Egilstöðum og Húsavík. Í tengslum við námskeiðið var haldinn opinn kynningarfundur á Akureyri föstudaginn 13. febrúar og kynning Háskólanum á Akureyri fyrir nemendur í iðjuþjálfun. Fleiri myndir frá námskeiðinu eru á www.123.is/if
- Myndataka; AKV |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 12. febrúar 2009 16:21 |
Æfingabúðir ÍF í frjálsum 20.-21 febrúar |
Baldur Ævar Baldursson, Snerpa Íþróttasamband fatlaðra óskar viðeigandi félögum og íþróttamönnum til hamingju með að vera valdir í búðirnar. Mynd: Baldur Ævar Baldursson frá Snerpu í langstökki á Ólympíumóti fatlaðra í
Peking 2008. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 12. febrúar 2009 14:51 |
Myndarlegur hópur ÍFR á leið til Malmö |
Alls skipar hópur ÍFR 36 manns en þar af eru 19 keppendur, 10 í sundi, 6 í
boccia og 3 í borðtennis. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 12. febrúar 2009 12:11 |
Katrín í 5. sæti í Idaho |
,,Þess má geta að CNBC var að sjálf sögðu mætt á svæðið
og tóku myndir af undirbúningnum, frjálsa prógraminu, viðbrögðum foreldra og svo
að sjálf sögðu var tekið heilmikið viðtal við bæði Katrínu og Helgu þjálfara.
Þegar CNBC hafði lokið sér af kom enn önnur beiðni um viðtal. Sjónvarpslið
Special Olympics ákváðu að gera heimildarmynd um eina íþróttamann Íslands á
þessum leikum. Þannig að þegar við vorum rétt búin að kveðja fréttamenn CNBC tók
annað lið við. Tekin voru viðtöl við alla í liðinu ásamt foreldrum Katrínar.
Þegar því var svo lokið fylgdi ljósmyndari frá Special Olympics okkur. Hann
myndaði okkur við nánast öll tækifæri. Katrín hafði orð á því að nú vissi hún
hvernig stjörnunum í Hollywood liðið þegar þær gætu ekki borðað hádegismat án
þess að teknar væru af því myndir. Hún hefur tekið þá ákvörðun um að feta ekki
þann veg þar sem henni Heimildarmyndin verður svo sett inn á netið undir: http://live.specialolympics.org
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 11. febrúar 2009 10:48 |
Katrín keppir í dag í Idaho |
Móttökurnar voru ekki af verri endanum, glæst móttökusveit ytra fagnaði hópnum við dynjandi lófatak. "Ég held að ég geti fullyrt að svona móttökur hefur enginn af okkur upplifað áður," sagði Helga Olsen þjálfari Katrínar. Á opnunarhátíð leikanna hélt skautameistarinn Scott Hamilton stutta ræðu og
Arnold Schwarzenegger fylkisstjóri í Kaliforníu og fyrrum Tortímandi hélt stutt
erindi en hann verður gestur á leikunum. Eftir vel heppnaða opnunarhátíð tóku
æfingarnar við en hótelið hjá íslenska hópnum er í göngufæri frá skautahöllinni.
Katrín keppir í dag í listdansi á skautum en hún var í 3. sæti eftir
skylduæfingarnar og verður fróðlegt að sjá hvernig henni muni ríða af í
dag. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 10. febrúar 2009 15:57 |
ÍF fékk úthlutað tæpum 4 milljónum úr sjóðum ÍSÍ |
Til afrekssjóðs bárust umsóknir vegna 29 einstaklinga og 28 verkefna. 21 einstaklingur hlýtur styrk að þessu sinni og 18 verkefni. Samtals var heildarúthlutun til handa íþróttamönnum úr röðum ÍF þetta árið 3.380.000,-kr. Að þessu sinni voru það 8 íþróttamenn úr röðum Íþróttasambands fatlaðra sem hlutu styrk og eru þeir eftirfarandi: Baldur Ævar Baldursson, Snerpa - B styrkur – 960.000kr. Íþróttasamband fatlaðra óskar styrkþegum sínum innilega til hamingju með styrkina og væntir að styrkirnir muni hvetja þau til enn frekari dáða. Mynd: www.isi.is – mynd frá úthlutun
ÍSÍ. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 10. febrúar 2009 11:41 |
Jakob vakti mikla lukku á æfingu hjá ÍFR |
Á æfingunni miðlaði Jakob af sinni reynslu til bringusundsfólks ÍFR og fór yfir galdra bringusundsins auk þess að fara ítarlega í stört og snúninga með sundfólkinu. Átti Jakob athygli þeirra allra óskerta og mun kennsla hans og þær æfingar sem hann fór yfir með sundmönnunum án efa nýtast þeim í keppnum í framtíðinni. Þá er einnig hægt að sjá stutt myndasafn frá æfingunni á myndasíðu ÍF undir
þessum tengli: |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 9. febrúar 2009 11:25 |
Jóhann í 3.-4. sæti á Pepsimóti Víkings |
Jóhann keppti í 1. flokki og hafnaði þar í 3.-4. sæti. Þá tók hann einnig þátt í keppni í meistaraflokki þar sem Jóhann hafði sigur á Daða Frey sem var sigurvegari á síðasta punktamóti Víkings. Jóhann æfir nú af kappi fyrir Opna ungverska mótið í borðtennis sem fram fer dagana 19.-.23 mars næstkomandi en um næstu helgi fer Jóhann á Malmö Open með ÍFR svo það er í mörg horn að líta hjá honum á næstunni. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 6. febrúar 2009 12:43 |
Jakob Jóhann gestaþjálfari hjá bringusundsmönnum ÍFR |
Jakob Jóhann er einn fremsti sundmaður þjóðarinnar og Íslandsmeistari og Ólympíufari í bringusundi. Erlingur Þ. Jóhannsson yfirþjálfari ÍFR í sundi sagði að það væri virkilega ánægjulegt að fá Jakob Jóhann á æfinguna. ,,Það er gaman að hann geri þetta fyrir okkur og veiti sundmönnum ÍFR innsýn í sínar æfingar,“ sagði Erlingur sem er einn reyndasti þjálfari fatlaðra sundmanna á Íslandi. Mynd: Jakob Jóhann Sveinsson einn fremsti sundmaður
þjóðarinnar. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 30. janúar 2009 13:04 |
Síðasti skiladagur tilnefninga á mánudag |
Norræna barna- og unglingamótið fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi og borðtennis. Að þessu sinni hefur ÍF lagt áherslu á að hreyfihamlaðir verði tilnefndir en sú áhersla er liður í nýliðun hjá ÍF. Tilnefningum er skilað á póstfangið if@isisport.is Eftirtaldar upplýsingar eiga að koma fram með tilnefningunum: Mynd: Frá Norræna barna- og unglingamótinu á
Íslandi. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Fimmtudagur 29. janúar 2009 11:22 |
Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR |
Mánudaginn
2.febrúar nk. munu hefjast
knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR ,markmiðið er að gefa fötluðum
börnum og unglingum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu
knattspyrnufélagi.
Jafnframt
verður reynt að stuðla að því að þeir sem þess óska geti verið á æfingum með
sínum jafnöldrum. Meginmarkmið er að skapa valkost sem gerir fötluðum börnum og
unglingum kleift að vera virkir þátttakendur á æfingum hjá almennu
knattspyrnufélagi og leika undir merkjum KR. Nánari upplýsingar gefa Rúnar Kristinsson í síma: 5105306, e-mail rkr@kr.is og Stefán Arnarson í síma: 510-5310 og e-mail stefan@kr.is |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 28. janúar 2009 16:14 |
Mætum öll á skautsýningu í Egilshöll kl. 18:15 laugardag 31. janúar |
Katrín Guðrún Tryggvadóttir, mun keppa í Listhlaupi á skautum á Alþjóðaleikum Special Olympics sem fara fram í Boise iIdaho 7. - 13. febrúar 2009. Katrín Guðrún sem æfir hjá Skautafélaginu Birninum, mun sýna æfingar sínar á Þorramóti Bjarnarins sem fram fer dagana 30. - 31. janúar í Egilshöll. Hún mun opna mótið á laugardagskvöldið kl. 18:15 með því að sýna skylduæfingar og frjálst programm. Íþróttasamband Fatlaðra óskar Katrínu Guðrún til hamingju með þann heiður sem henni er sýndur og hvetur fólk til að mæta og sýna henni stuðning. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 28. janúar 2009 14:33 |
Ganga og gaman |
Átak, Fjölmennt, Ás styrktarfélag, Íþróttasamband fatlaðra, Hitt húsið, Öspin og Þroskahjálp hafa tekið saman höndum og stofnað gönguhóp. Markmiðið er að hittast einu sinni í mánuði og oftar með hækkandi sól, ganga í 20-30 mín. og fá sér smá hollustu á eftir. Fyrsta gangan var 17. janúar og var vel mætt. Næsta ganga verður Laugardaginn 14. febrúar, mæting að Háaleitisbraut 13, kl. 13:00. Allir velkomnir. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 28. janúar 2009 10:10 |
Jóhann í 2. sæti á punktamóti Víkings |
Jóhann var að keppa í flokki ófatlaðra þar sem hann mætti Vigni
Kristmundssyni úr HK í úrslitum. Vignir sigraði Jóhann 3-0 (11-7, 11-7, 11-8).
Vignir, sem er gamall Arnarmaður, hefur tekið upp spaðann að nýju og keppir nú
fyrir HK. Jóhann er að hefja keppni að nýju eftir hlé, en hann tók sér frí þegar
honum tókst ekki að komast á Ólympíuleika fatlaðra í Peking.
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 27. janúar 2009 15:18 |
Ragney Líf íþróttamaður ársins 2008 í Ísafjarðarbæ |
Þess má einnig geta að Ragney Líf keppti á Nýárssundmóti Í þann 3. janúar og var þriðja stigahæst á mótinu. Hún setti Íslandsmet í 50 m bringusundi, bætti sig í öllum greinum og komst inn í landliðsæfingarhóp Íþróttasambands fatlaðra. Ragney Líf stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði og er á afreksbraut skólans. Greinina í heild sinni má lesa á vefsíðu BB – www.bb.is Mynd: Af www.bb.is – Ragney Líf ásamt
foreldrum sínum Valdísi og Stefáni. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 26. janúar 2009 15:03 |
Æfingabúðir í sundi 30. janúar-1. febrúar í Laugardal |
Nánari upplýsingar verða sendar aðildarfélögum og þjálfurum þeirra síðar í vikunni en einnig er hægt að hafa samband við Ingigerði imaggy@visir.is eða Kristínu krigu@simnet.is Þeir sem verða í æfingabúðunum og hafa náð lágmörkum: ÍFR Fjörður Ösp Óðinn Akureyri |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 23. janúar 2009 14:21 |
Kynning á alþjóðlegu boccia-reglunum |
Stanislav talar tékknesku og honum til aðstoðar ásamt Guðbjörgu við kynninguna verður túlkur sem þýða mun yfir á ensku. Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært um að vera með á kynningunni sem fer fram á milli kl. 14:00 og 15:30 í íþróttahúsi ÍFR í Reykjavík að Hátúni 14. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Kristín í síma 895 0593 Mynd: Frá Íslandsmóti ÍF í Boccia á Akureyri 2008. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 23. janúar 2009 10:39 |
Golfæfingar fyrir hreyfihamlaða |
Næsta miðvikudag, 28. janúar, kl. 17:00-18:00 verða æfingar í æfingastöð Golfklúbbs Keilis í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar veitir Hörður Barðdal – hordur@ehp.is |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 21. janúar 2009 12:25 |
Jólafundur Suðra |
Auk þess að keppa með félaginu eru systurnar Hulda, Sigríður og María
óþreytandi við að finna upp á ýmsum skemmtilegheitum fyrir Suðrafélaga. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 21. janúar 2009 11:56 |
Danir gerðu góða ferð á RIG mótið |
Christian Bundgaard (S 11) var stigahæsti sundmaður mótsins með 846 stig fyrir 50m. bringusund á tímanum 36,67 sek. Þá varð Cecilie Christiansen (S 2) stigahæsta sundkona mótsins með 497 stig fyrir 50m. bringusund á tímanum 1.34,91 mín. Pálmi Guðlaugsson (S 6) frá sunddeild Fjölnis gerði einnig góða ferð á mótið þegar hann setti þrjú Íslandsmet. Pálmi setti met í 50m. skriðsundi á tímanum 37,92 sek. Þá setti hann Íslandsmet í 50m. baksundi á tímanum 51,62 sek. og loks var þriðja met Pálma í 100m. baksundi þegar hann kom í mark á tímanum 1.51,99 mín. Myndir: Að ofan er Pálmi sem fór á kostum á mótinu og að
neðan er danska sveitin sem skemmti sér konunglega í Íslandsförinni og fóru á
kostum í lauginni. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 21. janúar 2009 11:41 |
Katrín opnar Þorramót Bjarnarins |
Katrín er á leið til Idaho í Bandaríkjunum þar sem hún mun taka þátt í
Alþjóða vetrarleikum Special Olympics. Æfingar sínar fyrir Bandaríkjaferðinni
mun Katrín gera á laugardagskvöldinu kl. 18:15. Þjálfari Katrínar er Helga
Olsen. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 19. janúar 2009 10:11 |
Skíðanámskeið ÍF og VMÍ í samstarfi við Winter Park |
Föstudagur 13. febrúar; Kl. 12:30: Mæting í Hlíðarfjall. Kynning á útbúnaði og ráðgjöf fyrir skíðakennara, starfsfólk skíðasvæða, þá sem koma á einn eða annan hátt að fötluðum og aðra þá sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál. Reiknað er með að flestir taki einnig þátt í námskeiðinu á laugardag og sunnudag. Kl.15: Allir þátttakendur helgarinnar mæta í Hlíðarfjall. Fá upplýsingar um námskeiðið og máta skíðabúnað. Kl. 18: Opinn kynningarfundur um skíðamennsku og útivist fatlaðra í
Íþróttahöllinni. Laugardagur 14. febrúar og sunnudagur 15. febrúar; (9:30 – 16) Námskeið þar sem fatlaðir einstaklingar / aðstandendur og aðstoðarfólk fá kennslu og ráðgjöf með verklegum æfingum og fræðslu. Á sunnudeginum kl. 15:30 verður stuttur fundur og námskeiðsslit. Ath. Takmarka þarf þátttökufjölda fatlaðra einstaklinga m.t.t. tækja og fjölda leiðbeinenda. Íslenskir leiðbeinendur og aðstoðarfólk verða á staðnum og þeim til ráðgjafar verður Beth Fox, frá Winter Park í Colorado. Hún mun einnig veita ráðgjöf varðandi val á útbúnaði s.s. skíðasleðum sé áhugi á að kaupa slík tæki. Þátttakendur sjá sjálfir um gistingu og fæði. Opinn kynningarfundur um skíðamennsku og útivist fatlaðra verður haldinn föstudagsvöldið 13. febrúar kl. 18 í Íþróttahöllinni Akureyri Nánari upplýsingar gefa fulltrúar vetraríþróttanefndar
ÍF; Staðfesta þarf skráningar fyrir 1. febrúar 2009 Vetraríþróttamiðstöð Íslands
Íþróttasamband Fatlaðra |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 16. janúar 2009 15:19 |
Lífshlaupið: Skráning hefst 20. janúar |
Jafnt einstaklingar sem hópar geta tekið þátt og viðurkenning er veitt fyrir góðan árangur. Hægt er að skipuleggja hvetjandi samkeppni á milli einstaklinga eða hópa sem getur verið skemmtileg og jafnframt árangursrík leið til aukinnar hreyfingar. Stöndum saman að því að hvetja fatlað fólk til þátttöku í Lífshlaupinu
2009 |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 14. janúar 2009 11:05 |
Fatlaðir með í fyrsta sinn á RIG mótinu |
Keppnisgreinar á leikunum eru: sund, sund fatlaðra, frjálsar, badminton, dans, hópfimleikar, skylmingar, keila, listhlaup og júdó. Alls verða um 50 sundkeppendur með fötlun á mótinu frá fjórum íslenskum aðildarfélögum en Íþróttasamband fatlaðra hefur af þessu tilefni boðið tveimur dönskum sundumönnum á mótið. Það er ÍF mikið gleðiefni að þessir tveir dönsku sundmenn hafa þegar þekkst boðið og mun þeim sérstaklega vera stillt upp í keppni gegn Ólympíumótsförum Íslands 2008 þeim Sonju Sigurðardóttur og Eyþóri Þrastarsyni. Dagskrá mótsins: |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 13. janúar 2009 23:20 |
Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR |
Á næstunni verður hleypt af stokkunum knattspyrnuæfingum fyrir fatlaða hjá KR og munu þeir kynna verkefnið á næstunni og æfingar hefjast í kjölfarið. Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglinum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. Æfingatímar verða eftirfarandi: mánudagar kl. 20:30 fyrir eldri hóp og laugardagar kl. 15:30 fyrir yngri hóp en þessir tímar verða kynntir betur síðar. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi. Evrópusamtök Special Olympics og UEFA hafa byggt upp samstarf á sviði knattspyrnu fyrir fatlaða en óskað var eftir því að aðildarlönd samtakanna starfi með knattspyrnusamböndum í hverju landi að þessu verkefni. Samstarf ÍF og KSÍ hefur tengst Íslandsleikum Special Olympics og sparkvallaverkefni þar sem boðið er upp á opnar æfingar fyrir fatlaða. Markmið samstarfsins er að efla þátttöku fatlaðra í knattspyrnu og stuðla að því að knattspyrna sé í boði fyrir fatlaða um land allt. Þriðjudaginn 16. desember fóru fulltrúar KSÍ og ÍF á fund KR þar sem rætt var samstarf á þessu sviði. Áhugi kom fram hjá KR að standa að æfingum fyrir fötluð börn og unglinga á árinu 2009. Jafnframt verður reynt að stuðla að því að þeir sem þess óska geti verið á æfingum með sínum jafnöldrum. Meginmarkmið er að skapa valkost sem gerir fötluðum börnum og unglingum kleift að vera virkir þátttakendur á æfingum hjá almennu knattspyrnufélagi. Nánari upplýsingar gefur Stefán Arnarson í síma: 510-5310 og e-mail stefan@kr.is Ef önnur félög eru áhugasöm um æfingar sem slíkar er þeim bent á að hafa
samband við Guðlaug Gunnarsson, starfsmann KSÍ, gulli@ksi.is |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 13. janúar 2009 12:41 |
Sjálfstætt líf með aðstoð tækninnar |
Arne Lykke er dósent í kenningalegri eðlisfræði við University of Southern Denmark í Óðinsvéum, hann var greindur með ALS/MND í nóvember 2000 og hefur notað öndunarvél frá janúar 2006. Hann er mikið hreyfihamlaður og tjáir sig með aðstoð tölvu. Arne Lykke talar út frá eigin reynslu og flytur fyrirlesturinn á ensku með aðstoð tjáskiptatækja. Allt áhugafólk um ofangreind málefni er hvatt til að mæta. Góður tími gefst til umræðna og fyrirspurna. Að fyrirlestrinum standa Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands og Öryrkjabandalag Íslands. Þeir sem þurfa á táknmálstúlk vinsamlegast tilkynnið það til Hrefnu K. Óskarsdóttur hko@hi.is ekki síðar en 26. janúar 2009.
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 7. janúar 2009 16:36 |
Jón Margeir sá fjórði úr Ösp sem vinnur Sjómannabikarinn |
Jón Margeir verður 17 ára á þessu ári en tími hans í sundinu 28,82 sek. er ekki langt frá heimsmeti fullorðinna í flokki ófatlaðra sem er 21,28 sek. en það met á Ástralinn Eamon Sullivan. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Miðvikudagur 7. janúar 2009 15:28 |
Mikilvægt að halda óbreyttri starfsemi |
Mikilvægi íþrótta þarf ekki að útskýra fyrir neinum en þó má með sanni segja að í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu séu íþróttir mikilvægari en nokkurn tíma fyrr. Á það ekki síst við um fatlaða einstaklinga sem oft eiga ekki jafna möguleika á að stunda önnur áhugaefni. Æfingarnar eru mikilvægur þáttur í lífi margra fatlaðra einstaklinga, einstaklinga sem margir hverjir eiga erfitt með að breyta út af vananum. Því er það einkar mikilvægt að hægt sé að halda starfseminni óbreyttri. Því er áríðandi að þau íþróttafélög sem hafa æfingar fyrir fatlaða iðkendur geti haldið áfram hefðbundnu starfi og haldið áfram því mikilvæga starfi sem þau vinna á þessum vettvangi. Í ár fagnar Íþróttasamband fatlaðra 30 ára afmæli sínu og verður starfinu af
því tilefni meira beint að innanlandsverkefnum. Íslandsmót í hinum ýmsu greinum
verða haldin eins og venjulega og margt annað verður á döfinni. Útgáfa ýmissa
bæklinga og upplýsingarita er mikilvæg í útbreiðslustarfi sambandsins. Eins hafa
sumarbúðir á Laugarvatni sem hafa undanfarin ár fengið veglegan styrk úr
Pokasjóði verið mikilvægar fjölfötluðum einstaklingum sem margir hverjir hafa
þetta eina tækifæri til að stunda íþróttir og útiveru. Annað atriði er að gefa
mismunandi fötluðum börnum og unglingum tækifæri á vettvangi Norðurlandanna en
þátttaka í norrænum Eins má nefna að til stendur að Ísland verði mótshaldari fyrir Evrópumeistaramót í sundi á haustmánuðum þessa árs og ef svo verður mun þetta verða stærsti íþróttaviðburður sem Íþróttasamband fatlaðra hefur staðið fyrir. Það má því með sanni segja að starfið sé fjölbreytt og skemmtilegt. Því er vonandi spennandi ár fram undan hjá fötluðu íþróttafólki og vonandi að allt gangi upp varðandi starfið á árinu og að afmælisársið verði árangursríkt og ánægjulegt þrátt fyrir að útlitið í þjóðfélaginu sé ekki eins bjart eins og venjulega. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands
fatlaðra. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Þriðjudagur 6. janúar 2009 14:21 |
Knattspyrnuæfingar fatlaðra á Akranesi |
Næstkomandi laugardag hefjast knattspyrnuæfingar fyrir fatlaðra á Akranesi og fara þær fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Þessar æfingar eru samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands, ÍA og Þjóts sem er íþróttafélag fatlaðra á Akranesi. Æfingarnar verða á hverjum laugardegi fram í maí og hefjast kl. 11:00. Á fyrstu æfingunni nú á laugardaginn, 10. janúar, munu þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari A kvenna og Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður taka þátt í æfingunni. Æfingarnar eru fyrir strákar og stelpur, konur og kalla á öllum aldri hvattir til að láta sjá sig. Foreldrar eru einnig velkomnir að koma og fylgjast með fjörugum æfingum. |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Mánudagur 5. janúar 2009 13:49 |
Myndasafn og fleira frá Nýárssundmótinu |
Allir keppendur fengu sérstakan afmælisþátttökupening á mótinu og að lokum var það Jón Margeir Sverrisson úr Ösp sem hlaut Sjómannabikarinn fyrir besta afrek mótsins. Jón Margeir er fyrstu sundmaður Aspar til að vinna Sjómannabikarinn síðan árið 2001 en þá varð Gunnar Örn Ólafsson hlutskarpastur. Halldór Guðbergsson varð síðan annar formaður ÖBÍ til þess að verða heiðursgestur á mótinu en fyrstur var Sigursteinn Másson árið 2006. Hér að neðan eru tenglar á myndasafn frá mótinu sem og tenglar á fréttir frá hinum ýmsu miðlum er greindu frá mótinu: Myndasafnið: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=130790 Vísir.is: http://visir.is/article/20090105/IDROTTIR/218618561 Mbl.is: http://www.mbl.is/mm/sport/frettir/2009/01/04/jon_margeir_sverrisson_hlaut_sjomannabikarinn/ Sjónvarpsfréttir RÚV: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456481/2009/01/04/15/ Sjónvarpsfréttir Stöðvar 2: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=7821563b-9165-4085-a32a-7d7d079d9558&mediaSourceID=bec3df62-6a56-4b7c-8e60-74e2d8faf188
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Sunnudagur 4. janúar 2009 18:28 |
Jón Margeir Sverrisson hlaut Sjómannabikarinn |
Ragnar Ingi Magnússon átti næststigahæsta sund mótsins, einnig í 50 m. skriðsundi, er hann kom í mark á tímanum 29.47 sek. og hlaut fyrir vikið 632 stig. Ragney Líf Stefánsdóttir frá ÍVARI á Ísafirði hafnaði í 3. sæti en hún var líka í 50m. skriðsundi og kom í mark á tímanum 36.67 sek. Halldór Guðbergsson formaður Öryrkjabandalags Íslands var heiðursgestur mótsins og afhenti Jóni Margeiri Sjómannabikarinn en þess má til gamans geta að Halldór var keppandi á fyrsta Nýárssundmóti ÍF sem fram fór árið 1984. Nánar verður greint frá mótinu í máli og myndum á
morgun, mánudag.
|
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 2. janúar 2009 22:46 |
Ólafur Stefánsson Íþróttamaður ársins: Eyþór fékk eitt atkvæði |
Ólafur Stefánsson er vel að útnefningunni kominn og vill Íþróttasamband fatlaðra óska honum innilega til hamingju með nafnbótina. Sundfólkið úr röðum fatlaðra þau Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir eru Íþróttafólk ÍF árið 2008 og við athöfnina í kvöld voru þau heiðruð af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands líkt og allir íþróttamenn ársins úr röðum hvers sérsambands. Mynd: Eyþór og Sonja á Grand Hótel í
kvöld |
  |
Íþróttasamband Fatlaðra | Föstudagur 2. janúar 2009 13:47 |
Gleðilegt nýtt ár |
|
  |
[Fréttir 2010] [Fréttir 2009] [Fréttir 2008] [Fréttir 2007] [Fréttir 2006] [Fréttir 2005] [Fréttir 2004] [Fréttir 2003] [Fréttir 2002]